fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Umhverfisráðherra gekk til kosninga með þá stefnu að loka stóriðjufyrirtækjum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björt Ólafsdóttir í þætti RÚV um auðlindir og umhverfismál 11. október síðastliðinn. Skjáskot úr upptöku RÚV.

Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sagði í kosningabaráttunni í aðdraganda Alþingiskosninga í lok október á síðasta ári að hún og hennar flokkur hefði þá stefnu að loka mengandi stóriðjuverum. Stefna Bjartrar framtíð væri að starfsemi álvera á Íslandi ætti að hætta þegar núgildandi orkusölusamningar við þau rynnu út.

Þessi ummæli rifjast nú upp í tengslum við umræðuna um lokun kísilvers United Silicon í Reykjanesbæ. Björt hefur lýst þeirri skoðun sinni að því eigi að loka og hún hefur varað við fjárfestingum lífeyrissjóða í fyrirtækinu.

Ummæli Bjartar varðandi framtíðarsýn hennar og flokksins Bjartrar framtíðar í stóriðjumálum féllu í umræðuþætti á RÚV þann 11. október. Þar ræddu fulltrúar Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Flokks fólksins, Pírata og Vinstri grænna um auðlindir og umhverfismál. Í þættinum var meðal annars komið inn á loftslagsmálin.

Við eigum svo sannarlega að uppfylla Parísarsamkomulagið [um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda] og gott betur. Við getum það mjög vel hér á Íslandi þar sem að hlutfall endurnýjanlegrar orku er svo hátt sem raun ber vitni. Helsta leið fyrir okkur til þess að draga úr kolefnislosun er að hætta með mengandi stóriðju. Það er stærsti hlutinn. Um 47 prósent af því sem við losum út kemur frá mengandi stóriðjum,

sagði Björt Ólafsdóttir.

Baldvin Þór Bergsson fréttamaður spurði þá:

Þegar þú segir hætta með mengandi stóriðju, getur þú útskýrt það aðeins betur?

Björt svaraði:

Ja, ég veit ekki hversu skýrt það getur verið? Ég vil, við í Bjartri framtíð viljum eeeh….

Baldvin Þór greip inn og spurði:

Áttu við að loka álverum til að mynda?

Þessu svaraði Björt Ólafsdóttir þannig:

Við eigum að semja upp á nýtt við álver og við eigum að hætta, eða semsagt, já hvað á ég að segja? Við eigum að, við getum látið orkusölusamninga við álver til dæmis renna út og það, með því mælum við. Elstu álverin hafa verið hér í 20 til 30 ár, þau eru búin að fá sína fjárfestingu til baka og það er engin ástæða til þess að þau verði hér um aldur og ævi,

sagði verðandi umhverfisráðherra.

Umræðuþættirnir um auðlindir og umhverfismál á RUV voru tveir. Hér fyrir neðan má sjá báða þætti á Youtube. Ummæli Bjartar Ólafsdóttur hefjast þegar 14 mínútur og 15 sekúndur eru liðnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Í gær

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi

Segir að Bjarni Benediktsson hafi haft forsetaframbjóðanda fyrir rangri sök í Kastljósi