fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Guðlaugur og Boris sammála: Mikil tækifæri fólgin í Brexit

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands í Lundúnum þar sem þeir ræddu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og leiðir til að efla samskipti Íslands og Bretlands í kjölfar útgöngunnar.Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

„Þetta var afar jákvæður og gagnlegur fundur og mikill samhljómur ríkti,“ segir utanríkisráðherra. „Við vorum sammála um að styrkja enn frekar þau ríku tengsl sem við höfum átt í gegnum tíðina við Breta, sem eru meðal okkar nánustu bandamanna og vinaþjóða. Bretar eru að ganga í gegnum afar spennandi tíma umbreytinga í kjölfar Brexit og við vorum sammála um að það væru mikil tækifæri fólgin í þessari stöðu,“

sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn.

Á fundinum fór utanríkisráðherra yfir viðskipti þjóðanna tveggja en Bretland er meðal mikilvægustu markaða fyrir íslenskar útflutningsvörur. Voru ráðherrarnir sammála um að viðskipti landanna í kjölfar útgöngu Breta verði byggð á grunni sem veitti jafngóðan eða betri markaðsaðgang og nú ríkir á grundvelli samningsins um EES.

Þessi mál eru augljóslega í mikilli deiglu en það var mikilvægt að heyra hversu mikið vægi bresk stjórnvöld leggja í öflug tvíhliða samskipti þjóðanna,

segir Guðlaugur Þór. Ráðherrarnir ræddu einnig þau tækifæri sem uppi væru í fríverslun í heiminum í dag og þörfina á auknu frelsi í alþjóðaviðskiptum.

Áhugaverðir tímar framundan

Voru þeir Boris og Guðlaugur sammála um að útvíkka reglubundinn samráðsvettvang ríkjanna um viðskiptamál til að ræða frekar sértæk sameiginleg hagsmunamál. Málefni sjávarútvegsins hafa verið á dagskrá samráðsfunda embættismanna ríkjanna og mun áhersla verða lögð á að efla enn frekar samstarf á sviði fiskveiðistjórnunar sem og samstarf ríkjanna á vettvangi orku- og umhverfismála. Samráðsvettvangurinn mun einnig taka til möguleika á nánara samstarfi ríkjanna í öryggis- og varnarmálum, bæði tvíhliða og á vettvangi Atlantshafsbandalagsins.

Ræddu þeir einnig stöðuna í alþjóðamálum, einkum og sér í lagi átökin í Sýrlandi og samskipti Rússlands við vestrænar þjóðir sem og stöðu mannréttinda í heiminum og viku sérstaklega að jafnréttismálum þar sem þeir sammæltust um að halda áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar við að styðja #HeforShe átak UN Women. Tilkynning Theresu May forsætisráðherra Bretlands um fyrirhugaðar þingkosningar í júní bar einnig á góma, sagði Guðlaugur Þór áhugaverða tíma framundan:

Það eru áhugaverðir tímar framundan í Bretlandi og mikil tækifæri í samskiptum okkar við Breta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega