fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Að ögra með því að skjóta sig í fótinn

Egill Helgason
Mánudaginn 17. apríl 2017 20:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega alveg ljóst að kosningarnar í Tyrklandi voru svindl. Það er svindl þegar aðeins önnur hliðin fær að kynna málstað sinn að ráði, þegar búið er að fangelsa stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn sem eru þekktir fyrir gagnrýni – fyrir utan nú úrskurðað var á síðustu stundu að atkvæðaseðlar þyrfti ekki að vera innsiglaðir og að spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni var ekki tilgreind á þeim, heldur stóð bara já og nei.

Þetta ber allt merki um yfirgang og valdníðslu. Erdogan hefði sjálfsagt aldrei sætt sig við að tapa kosningunni. En samt eru úrslitin naum og íbúar í helstu borgum Tyrklands, Istanbul, Ankara og Izmir, segir nei. Erdogan er hvattur til þess af alþjóðasamfélaginu að fara leið sátta – en hann er satt að segja ekki líklegur til þess. Það sem stendur fyrir dyrum er hreint flokksræði AKP, en eftir kosninguna getur Erdogan gengið aftur í flokk sinn, en sem forseti var honum áður óheimilt að vera flokksmaður. Líkt og í einræðisríkjum renna flokkur og ríki saman í eitt og leiðtoginn verður miðpunktur alls. Allt sem er sagt í gagnrýnisátt er eins og móðgun við hann.

En eitt af því sem slær mann mest er að Tyrkir í Evrópu skyldu með yfirgnæfandi meirihluta greiða atkvæði með stjórnarskrárbreytingum Erdogans. Það fyllir mann eiginlega óhug. Fólk sem býr við lýðræði og málfrelsi er tilbúið að kjósa einræði yfir landa sína. Maður spyr sig í raun hvort þetta fólk ætti ekki að taka upp föggur sínar og fara aftur heim til að búa við stjórnarfarið sem það aðhyllist?

Í Þýskalandi greiddu 63 prósent Tyrkja atkvæði með Erdogan. Þess er reyndar að gæta að í Þýskalandi búa 4 milljónir manna af tyrkneskum uppruna. 1,4 milljónir höfðu kosningarétt, tæpur helmingur þeirra fór á kjörstað, en meðal þeirra hefur Erdogan þetta mikla fylgi, maður sem nýskeð hefur borið þýsku stjórninni það á brýn að hún sé nasísk.

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi bjó um árabil í Þýskalandi og er gjörkunnugur stjórnmálum þar. Hjálmar skrifar:

Það sem kemur á óvart er að meirihluta Tyrkja í þýskum borgum, þar sem þeir njóta víðtækra borgarlegra og félagslegra réttinda og auðvitað tjáningarfrelsis, hafi kosið breytingar í Tyrkland sem svo gott sem útrýma þingræðinu, gera einráðum forseta kleift að fangelsa alla þá sem gagnrýna hann opinberlega og munu sennilega verða til þess að dauðarefsing verður aftur innleidd í Tyrklandi. Allt í boði tyrkneskrar þjóðríkishugmyndar. Fæstir þeirra tugþúsunda sem kusu með breytingunum munu ætla að flytja til Tyrklands og búa þar. Þessir kjósendur hafa sennilega engan áhuga á að búa sjálfir við einræði og verulega skert réttindi. Blaðamaður Der Spiegel, Hasnain Kazim, getur sér til um að stór hluti þessara kjósenda hafi viljað ögra Þjóðverjum. En það er, skrifar Kazim, svolítið eins og að ætla að ögra einhverjum með því að skjóta sjálfan sig í fótinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2