fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Gunnar Smári sendir Birni og Jóni Ásgeiri sneið: Jón er fullfær um að tapa peningunum sínum sjálfur

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 14. apríl 2017 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands og fyrrverandi útgefandi segir það dellu að hann hafi skuldsett Jón Ásgeir Jóhannesson og ekki borgað skuldir hans á fyrsta áratug aldarinnar og sendir Birni Bjarnasyni kaldar kveðjur fyrir að hafa tekið undir þá skoðun á vefsíðu sinni. Þar vitnaði Björn í Stjórnarmanninn, sem er nafnlaus pistill í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins á miðvikudögum, þar sem höfundur biður Guð um að hjálpa okkur öllum takist Gunnari Smára að verða ráðherra.

Mikill er máttur þessa Gunnar Smára, segi ég nú bara. Þarna hoppar Björn Bjarnason upp í rúm til Jóns Ásgeirs og vitnar í nafnlausa pistlana sem hann skrifar í Markaðinn, fylgirit Fréttablaðsins (sem ég tók þátt í að stofna og koma á legg ásamt góðu fólki og er nú orðið svo til eina eign Jóns Ásgeirs, öðru hefur hann týnt og glatað). Björn styður delluhugmyndir Jóns Ásgeirs um að ég og allir aðrir en hann sjálfur hafi skuldsett hann og ekki borgað skuldirnar hans. Og líklega líka að einhverjir aðrir hafi flutt peninga sem hann svindlaði út úr fyrirtækjum sem honum var treyst fyrir í skattaskjól,

Jón Ásgeir Jóhannesson og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra. Samsett mynd.

segir Gunnar Smári á Fésbókarsíðu sinni. Hann hafi unnið í fyrirtækjum sem Jón Ásgeir átti hluti í og mælir hann ekki með því. Segir Gunnar Smári að hrun Dagsbrúnar megi rekja til þess að eigendurnir höfðu lofað að koma með aukið eigið fé á móti aukinni lántöku en það hafi ekki gengið og að félagið hafi verið látið sökkva:

„Nyhedsavisen var ekki mín hugmynd. Ég bjó til að beiðni eigenda 365 og síðar Dagsbrúnar áætlanir um hvernig Fréttablaðsmódelið kynni að líta út á ýmsum stærri mörkuðum. Aðstæður á íslenskum blaðamarkaði voru ekki sérstakar, aðrir blaðamarkaðir glímdu við sömu vandamál; minni áskrift, færri lesendur og fyrirsjáanlegan samdrátt í auglýsingum. Jón vildi London en mér reiknaðist svo til að það kostaði um 90 milljónir króna á dag. Ég benti á að áhættuminnst væri að byrja á litlum markaði með hrörnandi stórblað, veikum almannasamgöngum svo Metro eða álíka blöð ættu erfitt með að festa sig í sessi, en Jón vildi kaupa Berlingske Tidende og hafði til þess stuðning stjórnar. Hann vildi trophy-fjárfestingu, eitthvað sem gerði hann fínan í dönsku efnahagslífi. Af þeim sökum var búið til plan um fríblað í Danmörku.“

Það hafi heldur ekki verið hugmynd að flytja út Fréttablaðsmódelið, frekar tilflutningur á milli landa. Það hafi hins vegar hægara sagt en gert að koma upp fyrirtæki í nýju landi, ekki síst dagblaði sem sé háð réttum lestri á samfélaginu. Hans hlutverk hafi verið að laða að erlenda fjárfesta, þegar það gekk ekki sneri hann sér að öðrum hlutum. Nyhedsavisen hafi hins vegar lagt upp laupana í hruninu 2008:

Þetta spursmál var öllum ljóst sem komu að verkefninu og meiriháttar hlægilegt þegar maður sem vill láta líta á sig meiriháttar fjárfestingagúrú skuli halda því fram að það hafi komið sér á óvart, vegna þess að einhver Gunnar Smári benti honum ekki á það. Þrátt fyrir linnulausar ásakanir Jón Ásgeir um að einhver annar hafi tapað peningunum hans er það svo að hann var alveg fullfær um það sjálfur. Hann er svo góður í því að vafamál eru um að nokkur annar Íslendingur hafi tapað meira fé en hann, einn og óstuddur.

Ég nenni ekki að elta ólar við fleira af því sem þeir fóstbræður Jón Ásgeir og Björn Bjarna bera hér á borð.

Björn sagði síðan á vefsíðu sinni í gærkvöldi að hann vildi ekki blanda sér í illdeilur Gunnars Smára og Jóns Ásgeirs:

Augljóst er að nafnlausi höfundur Markaðarins hefur getið sér rétt til um pólitísk áform Gunnars Smára. „Sök“ mín er að vitna til þessara orða þótt mig hafi grunað að Jón Ásgeir væri höfundur þeirra. Sú grunsemd ýtti raunar undir áhuga minn á að geyma ummælin hér á síðunni. Þarna talar maður sem hefur langa og dýrkeypta reynslu af viðskiptasamstarfi við Gunnar Smára. Ætla ég ekki að blanda mér í illdeilur þeirra um hverjum var að kenna að samstarfið leiddi til milljarða taps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Í gær

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli