fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Forstjóri HB Granda: Telur ekki hægt að líta framhjá hagræðingu við að hætta vinnslu á Akranesi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höfuðstöðvar HB Granda á Akranesi.

Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda segir að það sé ótvæð hagræðing í að hætta bolfiskvinnslu á Akranesi en vinna fiskinn í staðinn í fiskiðjuveri fyrirtækisins á Norðurgarði í Reykjavík. Með því megi fækka vinnslulínum um eina og spara mikinn tíma og fé sem í dag sé eytt í að keyra þúsundum tonna af fiski frá Reykjavík til Akraness og afturðum til baka til Reykjavíkur eða í flug í Keflavík.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Vilhjálm Vilhjálmsson  í nýjasta hefti sjávarútvegstímaritsins Ægir.

Í því fer Vilhjálmur yfir stöðuna séð frá sjónarhóli stjórnenda HB Granda.

Greint er frá þessu viðtali á vefnum kvotinn.is.

Við höfuðstöðvarnar á Norðurgarði á Granda í Reykjavík. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Sú hagræðing sem við sjáum við að hætta vinnslu á Akranesi og vinna þann fisk þess í stað í fiskiðjuveri okkar við Norðurgarð er svo ótvíræð að ekki er hægt að horfa framhjá henni. Sérstaklega í rekstrarumhverfi eins og það er núna. Við erum að fá sama verð í evrum fyrir kg af þorski upp sjó og fyrir tveimur árum. Á sama tíma hefur launakostnaður hækkað um 73% í evrum. Þessa vegna teljum við ekki hjá þessum áformum komist, en hver endanleg niðurstaða verður á eftir að koma í ljós eftir að viðræðum HB Granda og Akranesbæjar og fleiri aðila lýkur. En hvernig sem á hlutina er horft er það samfélagsleg skylda okkar að reka fyrirtæki sem skilar hagnaði og gefur af sér til samfélagsins,

Vilhjálmur segir að sterkt gengi krónunnar sé að leika innlend framleiðslufyrirtæki á borð við þau í sjávarútvegnum grátt. Á sama tíma og krónan hafi styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum á borð við evru þá hafi t. a. m. orðið verulegar launahækkanir í íslenskum krónum. Þessu sé ekki hægt að velta út í verðlagið á fiskafurðum. Það verði að hagræða á móti þessu.

Annað sem forstjóri HB Granda bendir á er að mjög lítið fáist fyrir þurrkaðar þorskafurðir, svo sem hausa og hryggi eftir að markaðir hrundu í Nígeríu. Fyrirtækið keypti á sínum tíma fiskþurrkunina Laugafisk á Akranesi. Það var gert til að styrkja enn frekar þorskvinnsluna á Akranesi. Fiskþurrkunin var mjög umdeild á Akranesi og henni harðlega mótmælt af mörgum bæjarbúum.

Hefðu markmið um eflingu þurrkunarinnar gengið eftir hefðu um 3.500 tonn af hausum og hryggjum orðið eftir á Akranesi til frekari vinnslu. Þurrkunin fer nú fram hjá Haustaki á Reykjanesi,

segir Vilhjálmur. Hann útskýrir að togarar HB Granda hafi undanfarin ár landað afla sínum í Reykjavík. Síðan er stórum hluta þessa afla ekið frá Granda í Reykjavík til Akranes til vinnslu. Svo er aftur ekið til baka með afurðirnar til eða framhjá Reykjavík til útflutnings.

Afla úr togurum HB Granda hefur síðustu árin verið landað í Reykjavík. Svo er ekið með stóran hluta hans til vinnslu á Akranesi.

Þannig má áætla að óbreyttu í ár verði um 8.000 tonnum af þorski ekið í gegnum Reykjavík til Akraness til vinnslu og síðan um 4.000 tonnum aftur til Reykjavíkur til útflutnings í gámum, um 500 tonnum til Keflavíkurflugvallar til útflutnings með flugi og um 3.500 tonnum til Reykjaness til þurrkunar. Það blasir við að þessir flutningar hafa verið og eru óhagkvæmir. Þeir hafa þó ekki leitt til taps á undanförnum árum en nú blasir við töluvert tap af þessari starfsemi. Við höfum aðstöðu til að vinna allan aflann í Reykjavík og spara flutningskostnað og þá mengun sem flutningnum er samfara. Í dag erum við með þrjár vinnslulínur í fyrir botnfiskvinnslu tvær fyrir ufsa og karfa í Reykjavík og eina fyrir þorsk á Akranesi. Með því að vinna allan aflann í Reykjavík erum við að fækka vinnslulínum um eina því við getum nýtt sömu vinnslulínu fyrir ufsa og þorsk.

Eftir að þau tíðindi bárust á dögunum að HB Grandi hyggðist hætta bolfiskvinnslu á Akranesi báðu bæjaryfirvöld þar um viðræður við fyrirtækið í von um að telja mætti stjórnendum þess hughvarf. HB Grandi féllst á þetta.  Þessar viðræður standa yfir nú og er stefnt að því að ljúka þeim sem fyrst.

Smellið hér til að lesa viðtalið á sjávarútvegsfréttasíðunni kvotinn.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki