fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Fleiri fyrirtæki á Íslandi byggja undir starfsmenn

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki einungis IKEA á Íslandi og Bláa lónið sem hyggst byggja íbúðarhúsnæði fyrir starfsmenn sína, nú hefur Skinney Þinganes bæst í hópinn og hyggst útgerðarfélagið byggja allt að tólf íbúðir til að leigja til starfsmanna. Greint er frá því í Morgunblaðinu í dag að helmingur íbúðanna verði klár í haust og afgangurinn eftir áramót ef áætlanir ganga eftir.

Markmiðið er að tryggja starfsmönnum húsnæði en húsnæðismarkaðurinn á Höfn í Hornafirði hefur ekki farið varhluta af gríðarlegri fjölgun ferðamanna og eru dæmi um að hús í bænum hafi verið keypt til að þess að leigja út til ferðamanna. Einnig gengur erfiðlega að fá iðnaðarmenn til starfa þar sem næg verkefni er að hafa í tenglsum við uppbyggingu hótela og gististaða.

Dæmi um að starfsmenn þurfi að flytja strax og þeim sé sagt upp

Drífa Snædal, framkvæmdastýra Starfsgreinasambandsins. Mynd: DV

Sett hafa verið spurningamerki við þessar aðgerðir fyrirtækjanna. Í Speglinum á Rás 1 fyrr í vikunni sagði Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins að þetta væri eðlilegt viðbragð hjá fyrirtækjum sem vantar starfsfólk og hafa áhyggjur af því að starfsfólkið sé í óviðunandi húsnæði.

Drífa segir að Starfsgreinasambandið hafi fengið nokkur mál inn á sitt borð þar sem fólk sé í vandræðum vegna samtvinnunar húsnæðis og atvinnu. Hefur hún ekki áhyggjur af því að farið verði framhjá húsleigalögum hjá stórum fyrirtækjum en það sé dæmi um það hjá smærri fyrirtækjum að starfsmönnum sé gert að flytja út samstundis þegar þeim sé sagt upp. Leggja þurfi mikla áherslu á að gerðir séu aðskildir samningar, ráðningarsamningur og leigusamningur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus