fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Hlýtur að vinna

Egill Helgason
Sunnudaginn 9. apríl 2017 12:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér hafa gerst undur og stórmerki. Komið er fram Eurovisjón lag sem gæti faktíst lifað í mörg ár eftir keppnina. Lagið er frá Portúgal, flutt af Salvador Sobral, samið af systur hans Luísa Sobral. Systkinin munu bæði vera djasstónlistarfólk, hún hefur starfað í Bandaríkjunum, stundaði nám í Berklee College of Music – þangað sem Kári sonur minn fer í sumar.

Þarna eru greinileg áhrif frá tónlistarhefð Brasilíumanna og hin portúgalska fadoi – sem er gott. Þetta er fjarri iðnaðarpoppinu sem svo oft glymur í Evróvisjón. Og það sem meira er, lagið er flutt á portúgölsku, því ómþýða tungumáli, ekki ensku eins og mestallt Evróvisjón núorðið. Vonandi fara þeir ekkert að breyta því.

Hlýtur að vinna. (Manni finnst reyndar nokkrar línur þarna minna á annað lag, ég held það sé þetta, – eftir Miller og Wells, heitir Yfir fannhvíta jörð á íslensku.) En lagið fer með mann aftur í tíma þegar lög í Evróvisjón voru flutt með undirleik hljómsveitar, strengjasveitar yfirleitt, og þetta lag myndi njóta sín í slíkum flutningi. Ólíkt öllum lögunum sem eru sungin en undirspilið leikið úr tölvu eins og þetta sé karaókí – og hljómar einatt hljómar eins og það komi úr dós.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“