fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Hæðst að fjármálaráðherra Íslands á erlendum vettvangi

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 10:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd/Sigtryggur Ari

Ummæli Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times á dögunum vekja nú athygli á erlendum vettvangi. Þar sagði Benedikt m. a. að það væri óforsvaranlegt fyrir Ísland að viðhalda sínum eigin fljótandi gjaldmiðli og að Ísland muni skoða þann möguleika að festa íslensku krónuna við annan gjaldmiðil, annað hvort evru eða breska pund.

Hagfræðingurinn Mohamed A. El-Erland skrifaði í gær pistil á Bloomberg-fréttaveitunni. Titillinn er „Festing við annan gjaldmiðil er engin töfralausn fyrir Ísland.“ Þar segir El-Erland að Ísland sé á margan hátt heillandi rannsóknarefni fyrir hagfræðinga. Landið hafi vakið aðdáun fyrir það hvernig tekist hafi til við endurreisn hagkerfisins. Nú virðist Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hins vegar tilbúinn í að hefja leik í nýrri tilraun með krónuna – gjaldmiðil landsins.

Fjármálaráðherranum líkar ekki við þann sveigjanleika sem skapast með breytilegum gjaldmiðli.

El-Erland telur að festing krónunnar við annan gjaldmiðil myndi kannski auka fyrirsjáanleika í gjaldmiðlaskiptum en það myndi skapa Íslandi falskt öryggi. Hann bendir á að sökum þess hve Ísland eigi í fjölbreyttum viðskiptum við svæði og lönd í heiminum sem noti mismunandi gjaldmiðla sé erfitt að ákveða við hvaða gjaldmiðil ætti að binda íslensku krónuna. Þar hafi evra, dollar, pund og jafnvel norsk króna verið nefndir til sögunnar. Margir þessara gjaldmiðla hafi galla og framtíðargengi þeirra bundið sveiflukenndri óvissu. Hann bendir einnig á að binding krónunnar við annan gjaldmiðil myndi kalla á auknar áskoranir við notkun á öðrum hagstjórnarúrræðum og að þetta gæti gert krónuna viðkvæmari en ella fyrir áhlaupum spekúlanta.

Mohamed A. El-Erland kemur í lok greinar sinnar með ráð til Íslendinga. Þeir ættu ekki að leggja á sig auknar áskoranir með því binda gjaldmiðil sinn við annan eða aðra gjaldmiðla, heldur rækta eigin garð.

Það væri hollráð fyrir Ísland að vinna áfram við að styrkja innviði og viðnám eigin hagkerfis og auka fjölbreytni atvinnulífsins heimafyrir. Ísland þarf líka að vinna með öðrum litlum en opnum hagsvæðum að því að örva alvarlegri umræðu um óstöðugleika alþjóðlega fjármálakerfisins millum stórra hagsvæða, þar með talið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

 

Pistlahöfundur Reuters hæðist að fjármálaráðherra

George Hay pistlahöfundur hjá Reuters-fréttastofunni skrifar einnig um hagstjórnarhugmyndir íslenska fjármálaráðherrans í grein sem ber yfirskriftina „Ísland hefur álíka mikla þörf fyrir bindingu við evru og þorskur þarfnast reiðhjóls.“

Þar segir í upphafi:

Ekki er að spyrja að skopskyni Íslands. Fjármálaráðherrann [Benedikt Jóhannesson]  valdi 1. apríl til að viðra hugmyndir sínar um að binda gengi gjaldmiðils lands síns, krónunnar, við evruna. Þar með blés hann lífi á ný í skammlífa stefnu frá 2008. Kenningin er sú að þetta myndi draga úr óvissu. Það virkaði ekki vel þá og myndi ekki verða til mikillar hjálpar nú,

skrifar Hay.

Hann telur að gallaminnsti valkostur Íslands í gjalmiðilsmálum nú sé að láta bindingu krónunnar við aðra gjaldmiðla eiga sig og vísar þar til reynslunnar eftir hrunið 2008:

Ólík öðrum kreppusvæðum á borð við Grikkland sem voru læst í hnappheldu of hás skiptigengis þá virkaði gjaldmiðill Íslands eins og þrýstiloki frekar en spennitreyja…Hagsmunahópum innanlands [á Íslandi) kann að líka illa við núverandi ástand en það að falla frá sveigjanleika [krónunnar] gæti orðið til þess að hver og ein framtíðar kreppa yrði mun sársaukafyllri en yrði ella [án krónunnar].

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti