fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Katrín setur spurningamerki við söluna á Arion Banka: „Hverjir eru hinir endanlegu eigendur?“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 20. mars 2017 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir margt við söluna á Arion Banka vekja spurningar og hefur hún óskað eftir fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is vegna máls­ins. Líkt og greint var frá í morgun seldi Kaupþing 30% hlut í Arion Banka til sjóðirn­ir Taconic Capital, Attestor Capital, Och-Ziff Capital Mana­gement Group og Goldm­an Sachs-fjár­fest­inga­bank­ans. Katrín segir í samtali við Morgunblaðið í dag að það vakni upp spurningar um hvers kyns eigendur sé að ræða og hvort þeir séu líklegir til að byggja upp lang­tíma­banka­starf­semi hér á landi.

Setur Katrín spurningamerki við kaupin á 9,99% hlut, en 10% er viðmið FME um virkan eignarhlut sem kallar á ríkari kröfu um að FME skoði kaupendurna nánar, að sama skapi sé kaupverðið sé rétt nógu hátt til að koma í veg fyrir að ríkið hefði forkaupsrétt á bankanum:

Þannig að þetta virðist allt vera hannað með það fyr­ir aug­um að kom­ast fram­hjá öll­um mögu­leg­um af­skipt­um rík­is­ins af þess­um viðskipt­um og það í sjálfu sér vek­ur spurn­ing­ar,“

seg­ir Katrín. Telur hún eðlilegt að almenningur fái að vita hverjir séu raunverulegir kaupendur, þó það geti verið jákvætt að fá erlenda aðila inn á markaðinn þá þurfum við að vera á verðbergi, hér sé ekki um neina óskaeigendur að ræða:

Ég myndi líka vilja vita hverj­ir eru á bak við þessa sjóði? Hverj­ir eru hinir end­an­legu eig­end­ur? Þarna er auðvitað á ferðinni al­veg gríðarlega mik­il­væg starf­semi fyr­ir Ísland sem þarna fer fram. Þarna er komið eign­ar­hald sem við vit­um í raun­inni ekk­ert hverj­ir eru á bak við.

Lilja Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins staðfesti í samtali við Vísi að fundað verðum um söluna í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is á miðvikudaginn vegna málsins. Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins og Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka verða á fundinum. Lilja segir að óskað verði eftir upplýsingum um endanlega eigendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun