fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sjötíu ár frá sviplegu flugslysi við Búðardal

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 19. mars 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugbáturinn sem fórst var af Grumman-gerð eins og sá sem er á þessari ljósmynd og tilheyrði einnig Loftleiðum.

Á þriðjudag voru liðin nákvæmlega 70 ár síðan flugbáti frá Loftleiðum hlekktist á í flugtaki á Hvammsfirði þar sem vélin var að hefja sig á loft frá Búðardal. Af því tilefni birti Byggðasafn Dalamanna – Héraðsskjalasafn Dalasýslu eftirfarandi færslu á Facebook-síðu sinni.

Fimmtudaginn 13. mars 1947 hrapaði Grumman-flugbátur frá Loftleiðum í sjó við Búðardal. Var vélin í áætlunarflugi um Ísafjörð, Djúpuvík og Búðardal. Í vélinni voru sjö farþegar og flugmaður. Fimm farþegar úr Búðardal voru fluttir í vélina á litlum róðrabát af Aðalsteini Guðmundssyni verkamanni og Eiði Sigurðssyni bílstjóra.

Illa gekk að koma vélinni á loft og tókst ekki fyrr en í þriðju tilraun. Kemst vélin í um 30 metra hæð, en tekur þá snarpa vinstri beygju og fellur í sjóinn á vinstri væng og nefi og hvolfdi um leið og hún kom í sjóinn. Þrír komust af sjálfsdáðum út úr vélinni og náðu tveimur til viðbótar úr vélinni.

Bátsverjarnir taka eftir að illa gengur að koma flugvélinni á loft og hægja því róðurinn til lands. Þegar flugvélin lendir á sjónum snúa þeir hið snarasta við og róa í átt að vélinni. Þegar þeir koma þar að eru þrjú á kili vélarinnar og tvö héldu í dyrarstafinn, við það að fara á kaf. Taka þeir þau öll fimm í bátinn og róa til lands. Eftir að búið er að koma öllum í land er aftur róið að flakinu, en áður en þangað er náð er það sokkið.

Forsíðufrétt Morgunblaðsins daginn eftir flugslysið. Úrklippa af vefnum timarit.is.

Þeir fjórir farþeganna er fórust voru Einar Oddur Kristjánsson (1891-1947) gullsmiður á Ísafirði, frú María Guðmundsdóttir (1880-1947) Bergstaðastræti 6 í Reykjavík, frú Elísabet Guðmundsdóttir (1906-1947) í Búðardal og Magnús Sigurjónsson (1916-1947) vinnumaður úr Laxárdal.

Þau sem björguðust voru Guðrún Árnadóttir (1919-2007) læknisfrú í Búðardal, Magnús Halldórsson (1904-1992) bóndi á Ketilsstöðum í Hvammssveit, Benedikt Gíslason (1922-1974) prentmyndagerðarmaður (síðar bóndi í Miðgarði) og Jóhannes Markússon (1925-2000) flugmaður.

Þremur dögum síðar nást lík hinna þriggja úr vélinni og nokkuð af pósti og farangri. Flugvélaflakið brotnaði í sundur þegar það tók aftur niðri, en nokkrum dögum síðar tókst að draga afturhluta þess á land.

Slysið á Hvammsfirði var þriðja dauðaslysið með íslenskum loftförum, en árið 1947 reyndist ár flugslysa á Íslandi. Nokkrum vikum síðar, 29. maí, rakst flugvél frá Flugfélagi Íslands á Hestfjall við Héðinsfjörð og fórst með allri áhöfn, 25 manns. Og daginn eftir, 30. maí, stakkst kennsluflugvél til jarðar í æfingaflugi við Varmadal á Kjalarnesi og 2 fórust.

Birtist fyrst í Vesturlandi. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki