fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Unnið að sameiningu í landstærsta sveitarfélags Íslands – Næði yfir 14% landsins

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 18. mars 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Nigel Hicks

Vinna stendur yfir við greiningu á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Djúpavogshrepps og því hefur teningunum verið kastað varðandi sameiningu þeirra. Sameining sveitarfélaga er oft hitamál og sitt sýnist hverjum um í hvaða átt skuli sameina, austur eða vestur, færri eða fleirum.

Haft var samband við nokkra sveitarstjórnarmenn austan Markarfljóts um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaganna. Hver helsti ávinningur sé að slíkri sameiningu og hvort aðrir kostir komi einnig til greina en athygli vekur að Mýrdalshreppur er fyrir utan þessa vinnu en margir hafa talið hann og Skaftárhrepp augjósa kosti til sameiningar.

 

Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarfulltrúi Hornafirði: Stefnt að kosningu í haust

Vinna stendur yfir við könnun á fýsileika þess að sameina Skaftárhrepp, Sveitarfélagið Hornafjörð og Djúpavogshrepp. Bæjar- og sveitarstjórnir þessara sveitarfélaga tóku ákvörðun um það í vor að kanna hug íbúa til sameiningar og er sú vinna í fullum gangi en stefnt er að kosningu um málið í haust. Ég tel að helsti ávinningur af slíkri sameiningu yrði sterkari stjórnsýsla sem myndi styrkja hvert byggðalag fyrir sig. Það er mjög margt sem þessi sveitarfélaög eiga sameiginlegt ss. vaxandi ferðaþjónusta, landbúnaður og sjávarútvegur á austurkantinum. Hvort þessi vegferð leiði til sameiningar verður að koma i ljós.

Niðurstaðan verður allavega sú að við þekkjum hvort annað betur sem getur leitt til aukinnar samvinnu og samskipta. En ég er jákvæð og bjartsýn fyrir þessari vinnu , sveitarfélaögin í landinu eru of mörg. Það er aukin krafa á að sveitarfélögin taki við fleiri verkefnum frá ríkinu því tel ég ábyrgt að skoða þessi mál á okkar forsendum án þess að það komi yfirboð frá ríkisvaldinu um slíkt.

 

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps: Vinnan í fullum gangi

Vinna við greiningu á kostum og göllum sameiningar er í fullum gangi. Um síðustu helgi voru fjölsóttir vinnufundir með íbúum í öllum byggðalögunum. Á fundunum var unnið með mögulegar sviðsmyndir fyrir framtíðina. Engin afstaða með eða á móti sameiningu hefur verið tekin á þessu stigi og verður sú afstaða alfarið í höndum íbúa sveitarfélaganna þriggja þegar kosið verður í haust.

Verkefnið að kanna sameiningu í austur er áhugavert sér í lagi í ljósi stærðar sveitarfélagsins en um landstærsta sveitarfélag Íslands yrði að ræða sem næði yfir um 14% af Íslandi. Slíkt sveitarfélagið gæti því vegið þungt þegar kemur að því að koma  mikilvægum málum áfram. Tilgangur sameiningar ef af verður yrði jafnframt að ná fram aukinni þjónustu í öllum sveitarfélögunum. Engin afstaða hefur verið tekin um sameiningu við sveitarfélög i vestur en til að gera það þyrfti að fara í samskonar greiningarvinnu.

 

Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps: Hagræði og flutningur verkefna

Ég er mikill áhugamaður um sameiningu sveitarfélaga og vil þá heldur tala um sameiningu stjórnsýslueininga heldur en sameiningu sveitarfélaga.  Mýrdælingar verða áfram Mýrdælingar þó þeir stjórnsýslulega tilheyri einhverri sameiningu.  Ég get aðeins talað fyrir mig en hvorki fyrir sveitarstjórn eða sveitarfélagið.  Með stærri stjórnsýslueiningum má spara verulega fjármuni, koma á meiri hagræðingu og jöfnuði milli einstaklinga í þjóðfélaginu, því sameining sveitarfélag er um leið í raun jöfnunaraðgerð.

Með stórum sameinginum má í raun og veru flytja í alvöru verkefni frá ríki til sveitarfélaga, en ekki eins og t.d. málefni fatlaðs fólks sem flutt voru frá ríki til „ólýðræðislegs“ byggðasamlags og embættismanna.  Svo er orðið erfitt að fá fólk til að leggja fram krafta sina í sveitarstjórnum í þessum minnstu einingum sem e.t.v er skiljanlegt þar sem þessi vinna er að verulegu leyti vanþakklát sjálfboðavinna.

Birtist fyrst í Suðra. Smelltu hér til að lesa blaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn