fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Landsbyggðin nötrar af reiði

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 18. mars 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ramkvæmdir við Kjósarskarðsveg. Myndin var tekin sl. vor. Ekki verður sett meira fé að svo stöddu í þann veg en slíkt hefði að óbreyttu leitt til mikilvægra bóta á þessari tengingu milli Suður- og Vesturlands.

Víða um land er fólk orðið ansi langeygt eftir vegabótum. Nýsamþykkt samgönguáætlun Alþingis sem afgreidd var örfáum vikum fyrir þingkosningar í október sl. vakti bjartsýni og vonir margra. Því var trúað að nú yrði loks farið í margar langþráðar framkæmdir sem staðið hafa á hakanum mörg undanfarin mögur ár. Nú kemur svo í ljós að samgönguáætlunin var að mörgu leyti marklítið plagg. Fregnir um fyrirhugaðan tíu milljarða króna niðurskurð á þessari samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi örfáum vikum fyrir þingkosningarnar í október sl. hafa vakið mikið uppnám. Ekki síst meðal margra íbúa landsbyggðarinnar. Fólk spyr sig hvort ekkert sé yfir höfuð að marka stjórnmálamenn landsins?

Haldlítill pappír

Fjölmargar framkvæmdir sem beðið hefur verið eftir árum saman, og loks hillti undir að yrðu að veruleika, verða nú flautaðar af. Samgönguáætlun sem veifað var nýsamþykktri framan í kjósendur fyrir nokkrum vikum síðan, rétt áður en þeir fóru á kjörstaði, reynist nú haldlítið plagg.

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og fyrrum ráðherra í fyrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og nú í stjórnarandstöðu er ekki par sáttur eftir yfirlýsingar Jóns Gunnarssonar. Hann situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Gunnar Bragi lét þessi orð falla um leið og heyrinkunnugt varð hvað stæði til: „Samgönguráðherra svíkur landsbyggðina.“

Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi fá í nýjasta tölublaði Vestfjarða á sig þá spurningu í hvaða liði þeir eiginlega séu? Klippa úr blaðinu sem má lesa ókeypis í heild á vefnum fotspor.is.

Kristinn H. Gunnarsson ritstjóri og fyrrum þingmaður hefur á hinn bóginn bent á að Gunnar Bragi og Framsóknarflokkssystir hans Elsa Lára Arnardóttir hafi ásamt Sjálfstæðisflokksþingmönnunum Haraldi Benediktssyni, Teiti Einarssyni og Hafdísi Gunnarsdóttur, öll greitt atkvæði með fjárlagafrumvarpi fyrir 2017. Þar hafi fjármunir til samgönguframkvæmda samkvæmt samgönguáætlun að stórum hluta verið strikaðir út. Ritstjórinn spyr í hvaða liði þessir þingmenn séu?

Afhroð í vestri

Þessi fimm eru þingmenn Norðvesturkjördæmis sem fer illa út úr niðurskurðinum. Til að mynda verða Vestfirðir fyrir miklum skakkaföllum. Afnumin verður 1200 milljóna framkvæmd við Vestfjarðaveg um Gufudalssveit. Þar er umdeildur vegur um Teigsskóg. Sömuleiðis verða 400 milljónir sem áttu að fara í Dynjandisheiði strikaðar út.

Á Vesturlandi verða meðal annars fjárveitingar til Uxahryggjavegar og Skógarstrandarvegar flautaðar af. Í Kjós þurfa menn svo á horfa á stöðvun endurbóta á veginum um Svínaskarð. Uxahryggjavegur og Svínaskarðsvegur áttu ekki síst að gagnast ferðaþjónustunni með betri tenginum milli suður- og norðvesturhluta landsins. Skógarstrandarvegur hefur lengi beinlínis verið talinn hættulegur vegna bágs ástands. Hann er bæði vinsæll ferðamannavegur og almenningsleið milli Snæfellsness og Dala.

Hörð mótmæli víða um land

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) sendi frá sér ályktun þegar fregnir bárust af því sem framundan er í vegamálum. Þar er niðurskurðinum mótmælt harðlega og segir meðal annars: „Á undanförnum árum hefur verið lítið um fjárveitingar til vegabóta á Vesturlandi og ljóst að ekki eru stórar framkvæmdir fyrirhugaðar á allra næstu árum…Því er óásættanlegt að horfa upp á það að þær fjárveitingar sem þó áttu að fara til framkvæmda á Vesturlandi séu skornar af. Gríðarleg umferðaraukning hefur orðið í landshlutanum með fjölgun ferðamanna.“

Einnig er bent á að Vestlendingar hafi lagt mikla vinnu í að búa til sameiginlega samgönguáætlun fyrir landshlutann. Sátt hafi náðst um forgangsröðun framkvæmda þar sem vegir um Uxahryggi og Skógarströnd voru í meðal forgangsverkefna. Ályktun stjórnar SSV má lesa í heild á heimasíðu samtakanna (ssv.is).

Ofangreind dæmi af vestanverðu landinu og á Vestfjörðum eru aðeins smjörþefurinn af niðurskurðinum sem er afar blóðugur, enda skal eins og fyrr sagði flauta af framkvæmdir fyrir tíu milljarða. Ekkert fer t. a. m. í nýja brú yfir Hornafjarðarfljót en þar var búið að heita einum milljarði í framkvæmdir. Vegabætur um Berufjörð eru einnig fyrir bí. Síðustu daga hafa íbúar á Vestfjörðum í Hornafirði og Berufirði staðið fyrir mótmælum.

Birtist fyrst í Vesturland. Smelltu hér til að lesa blaðið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega