fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Erdogan heitir á Tyrki í Evrópu að fjölga sér og eignast minnst fimm börn: „Þið eruð framtíðin!“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. mars 2017 23:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erdogan Tyrklandsforseti og ráðherrar hans verða stöðugt heiftugri í orðræðu í garð Vestur-Evrópuríkja. Hér er Erdogan ásamt Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungi Sádí Arabíu. Mynd/EPA

RecepTayyip Erdogan forseti Tyrklands segir að fólk af tyrkneskum uppruna búsett í Evrópu eigi nú að einbeita sér að því að hver fjölskylda þeirra ali fimm börn í stað þriggja. Þannig vill hann að Tyrkir fjölgi sér í álfunni.

Tyrklandsforseti hélt ræðu á kosningafundi sem haldinn var í Eskisehir í norðvesturhluta Tyrklands í dag, föstudag.

Þar fullyrti Erdogan að Evrópubúar væru fordómafullir gagnvart Tyrkjum sem stundi sjálfstæðan atvinnurekstur í álfunni. Á sama tíma hafi þeir „ekkert á móti Tyrkjum sem vinni í verksmiðjunum.“

Ekki eignast þrjú, heldur fimm börn! Þið eruð framtíð Evrópu…Ég hvet mína borgara og bræður í Evrópu: á þeim stað þar sem þið starfið og búið nú er ykkar nýja heimaland. Takið þátt! Stofnið fleiri fyrirtæki! Sendið börn ykkar í betri skóla! Akið bestu bílunum og búið í fínustu húsunum,

sagði Erdogan að sögn norsku fréttastofunnar NTB.

Svo er að sjá sem Erdogan rói nú öllum árum að því að kynda undir þjóðernisofstopa meðal Tyrkja sem búsettir eru í Tyrklandi og utan þess, svo sem í löndum Vestur-Evrópu. Þar eru Vesturlönd gerð að óvininum. Með þessu vill hann afla stuðnings meðal tyrkneskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram í Tyrklandi eftir mánuð. Þar munu Tyrkir ákveða hvort breyta eigi stjórnarskrá lands þeirra þannig að Erdogan forseta verið færðar enn meiri valdheimildir.

Erdogan hefur reynt að færa kosningabaráttuna inn í lönd Vestur-Evrópu með því að láta ráðherra sína og aðra háttsetta trúnaðarmenn efna þar til kosningafunda meðal Tyrkja sem þar búa. Tyrkneskum stjórnvöldum lenti þannig harkalega saman við hollensk stjórnvöld rétt fyrir þingkosningarnar í Hollandi fyrr í vikunni þegar tveimur ráðherrum á vegum Erdogan var meinað að halda kosningafundi þar í landi.

Tyrkjum virðist hvergi runnin reiðin. Á fimmtudag hélt Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands kosningaræðu í Antalya í Suður-Tyrklandi. Þar kom hann inn á úrslit hollensku þingkosninganna:

Það er enginn munur á hugarfari Geert Wilders og sósíaldemókrata í Hollandi. Þeir eru sama sinnis…Það hugarfar mun færa Evrópu fram af hengifluginu. Brátt munu trúarbragðastríð geta brotist út í Evrópu og það mun gerast,

sagði tyrkneski utanríkisráðherrann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki