fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Jón Valur býður sig fram: Kristin gildi og ætlar að berjast fyrir ófædd börn

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. mars 2017 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Valur Jensson guðfræðingur hefur tilkynnt um framboð sitt til forystu Íslensku þjóðfylkingarinnar. Flokkurinn fékk 0,2% atkvæða í Alþingiskosningunum í október í fyrra. Tilkynnti Jón um framboð sitt á bloggsíðu sinni sem ber heitið Lífið og lífsgildin. Nú þegar hafa tveir aðrir tilkynnt að þeir gefi kost á sér til forystu í flokknum samkvæmt bloggfærslu Jóns en það eru þau Hjördís Diljá Bech og Jens G. Jensson.

Jón býður sig auk þess fram sem varaformaður og í flokkstjórn flokksins. Það gerir hann að eigin sögn til þess að gefa flokksmönnum kost á því að skipa honum í það embætti sem þeim hentar.

Helstu áherslur Jóns eru að standa vörð um sjálfstæði landsins sem og heimilin í landinu. Auk þess vill hann stuðla að því sem hann kallar varfærni í innflytjendamálum, án allra öfga þó. Það felur meðal annars í sér uppsögn Schengen sáttmálans.

Jóni eru einnig hugleikin málefni Landhelgisgæslunnar sem hann vill að fái til sín mun meira fjármagn úr ríkissjóði en nú er og segir hann gæsluna hafa verið vanrækta um áratuga skeið.

Einkavæðing hugnast Jóni lítt og vill hann ekki einkavæða bankana né önnur ríkisfyrirtæki.

Standa gegn einkavæðingar-maníu núverandi stjórnarflokka. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun né Landsbankann og heldur engan rafstreng til útlanda.

Sjötta atriðið á stefnumálalista Jóns er ,,standa gegn einkavæðingar-maníu núverandi stjórnarflokka. Við viljum hvorki selja Landsvirkjun né Landsbankann og heldur engan rafstreng til útlanda.“

Jón segir auk þess:

Að styðja í verki „kristin gildi og viðhorf,“ eins og segir í grunnstefnu ÍÞ. Flokkurinn virðir trúfrelsi, en hafnar trúarbrögðum sem eru andstæð stjórnarskrá, og við meinum það sem við segjum!

Að standa vörð um ófædd börn telur Jón vera eitthvað sem leiði af áherslunum á vörn landsins og kristin gildi og viðhorf.

Í fullu samræmi við þennan stuðning við kristin gildi, sem og áherzluna á vörn þjóðarhagsmuna, legg ég til, að flokkurinn taki forystu í vörn fyrir ófædd börn, sem nú, meira en nokkurn tímann fyrr, er ógnað með yfirvofandi breytingum á löggjöf um fóstureyðingar, jafnvel þvílíkum, að þær verði gerðar að „sjálfs­ákvörð­un­ar­rétti kvenna“ um þau mál allt til loka 22. viku meðgöngu! En félags­leg vandamál á að leysa með félags­legum aðgerðum, ekki með því að deyða hina ófæddu.

Jón hafnar þeirri fullyrðingu algjörlega að Íslenska þjóðfylkingin sé eins máls flokkur sem einblíni á innflytjendamál. Hann segir að áherslur flokksins nái langt út fyrir það og séu fyrst og fremst hagur þjóðarinnar og heimilanna í landinu, einkum og sér í lagi gagnvart því sem hann kallar okurvaxtastefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega