fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Frelsisflokkur Geert Wilders fékk minna fylgi en spáð hafði verið: Flóknar stjórnarmyndunarviðræður framundan

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. mars 2017 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geert Wilders, formaður hollenska Frelsisflokksins. Mynd/Getty images

VVD, miðju-hægri flokkur Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vann varnarsigur í þingkosningunum í gær og er áfram stærsti flokkur landsins. Frelsisflokkur Geert Wilders hafði sótt fast að VVD en náði ekki þeim árangri sem flokknum hafði verið spáð. VVD tapaði fylgi ef miðað er við kosningarnar 2012 en forsætisráðherrann er samt sem áður ánægður með niðurstöðuna og segir að „popúlismi“ hafi verið stöðvaður.

Evrópskir stjórnmálaleiðtogar hafa fagnað niðurstöðunni og sagði talsmaður Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að úrslitin væru „frábær“.  Jean-Claude Juncker, formaður framkvæmdastjórnar ESB, sagði þetta hafa verið „atkvæði fyrir Evrópu, atkvæði gegn öfgasinnum“.

Frelsisflokkurinn, sem er hægri sinnaður þjóðernisflokkur, fékk um 13 prósent atkvæða og 19 þingsæti. VVD fékk um 21 prósent atkvæða, tapaði 6 prósentustigum frá kosningunum 2012, og 31 þingsæti en 150 þingmenn sitja á hollenska þinginu. Frelsisflokkurinn bætti við sig fylgi frá síðustu kosningum en besta árangri sínum náði flokkurinn 2010 þegar hann fékk 24 þingmenn kjörna.

Sky-fréttastofan segir að Rutte hafi sagt að úrslitin sýni að Hollendingar vilji halda sig við þá stefnu sem hefur verið rekin undanfarin ár, „örugga, stöðuga og bjarta“. Hann sagði einnig að „slæm útgáfa popúlisma“ hafi verið stöðvuð núna í kjölfar Brexit úrslitanna og með kjöri Donald Trump sem forseta Bandaríkjanna.

Wilders, sem vill loka moskum, banna kóraninn og yfirgefa ESB, fékk mikla athygli fjölmiðla í kosningunum. í færslu á Twitter í nótt þakkaði hann stuðningsmönnum sínum og sagði að Rutte væri ekki laus við hann.

Flokkur græningja vann góðan sigur en flokkurinn fékk 11 prósent atkvæða og 16 þingsæti. Í kosningunum fyrir fimm árum fékk flokkurinn 2 prósent atkvæða.

Kosningaþátttaka var mjög góð en 28 flokkar buðu fram.

Erfið stjórnarmyndun framundan

Reiknað er með að erfiðar stjórnarmyndunarviðræður séu framundan og gætu þær tekið margar vikur eða mánuði. Flestir flokkanna hafa þó lýst því yfir að þeir muni ekki starfa með Frelsisflokknum.

Rutte verður að finna nýjan samstarfsflokk í ríkisstjórn því núverandi samstarfsflokkur, vinstri flokkurinn PvdA, beið afhroð og fékk aðeins 9 þingmenn kjörna en hafði 38 áður. Stjórnarmyndunarviðræður í Hollandi taka yfirleitt langan tíma og flestir eiga von á að sú verði raunin að þessu sinni enda er staðan flókin.

Wilders og flokkur hans eru nánast útilokaðir frá stjórnarmyndunarviðræðum vegna afstöðu annarra flokka og stefnir því að flokkur hans verði áhrifalítill á þinginu. En þrátt fyrir það geta Wilders og stuðningsmenn hans fagnað því að kosningabaráttan hafi verið óbeinn sigur fyrir flokkinn og stefnumál hans.

Margir hinna flokkanna hafa tekið stefnumál Frelsisflokksins til sín og gert að sínum og hafa færst til hægri. VVD hefur til dæmis staðið á bak við margar tillögur um hertar reglur í innflytjendamálum. Með þessu hafa margir kjósendur með góðri samvisku getað kosið aðra flokka en Frelsisflokkinn en margir eru sammála málflutningi og stefnu flokksins en framkoma Wilders og á tíðum öfgafull ummæli hans gætu hafa skemmt fyrir flokknum að mati sumra fréttaskýrenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt