fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Brynjar fær það óþvegið frá Villa: Flokkur sem vill auka aðgengi að brennivíni vill skerða frelsi launafólks

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/DV

„Það er dálítið undarlegt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem kennir sig við frelsi á öllum sviðum, meira segja aukið frelsi við að kaupa brennivín, vill núna skerða mikilvægasta frelsi launafólks sem er samningsfrelsið!“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness í sínum nýjasta Pressupistli, vitnar hann í ummæli Brynjars Níelssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins sem sagði í morgun að mesta hagsmunamál launafólks á Íslandi sé efnahagslegur stöðugleiki og því sé mikilvægt að halda norræna samningamódelinu á vinnumarkaði, kennt við SALEK, til að koma í veg fyrir að samfélagið logi í verkföllum og vinnudeilum.

Sjá frétt: Brynjar segir rök nýs formanns VR gamalkunn – „Þetta bítur allt í skottið á sér“

Vilhjálmur segir hins vegar að verslunarmenn, verkafólk og iðnaðarmenn á Íslandi hafi vart farið í verkfall síðustu 30 til 40 ár, ólíkt starfsmönnum hins opinbera. Ef besta leiðin til að lækka vexti sé að halda friði á vinnumarkaði þá ættu vextir fyrir  verkafólk og iðnaðarmenn að vera 0%.

Þá spyr Vilhjálmur eftirfarandi spurninga:

„Er það stöðugleiki:

  • að lægsti taxti á íslenskum vinnumarkaði sé 244 þúsund á mánuði?
  • að lágmarkslaun á Íslandi dugi alls ekki fyrir lágmarksframfærslu viðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út?
  • að það kosti 260 þúsund að leigja þriggja herberja íbúð í Reykjavík?
  • að hér séu okurvextir og verðtrygging?
  • að kostnaðarþátttaka í heilbrigðisþjónustu sé sú mesta hér miðað við Norðurlöndin?“

Og bætir við: „Það er dálítið undarlegt að flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem kennir sig við frelsi á öllum sviðum (meira segja aukið frelsi við að kaupa brennivín) vill núna skerða mikilvægasta frelsi launafólks sem er samningsfrelsið!“

Segir Vilhjálmur sorglegt til þess að vita að til séu aðilar sem vilja vinna að því að launafólk geti ekki sótt sér hlutdeild í góðri afkomu fyrirtækja, og bendir Vilhjálmur á að árið 2015 nam heildarhagnaður 300 stærstu fyrirtækja á Íslandi 327 milljörðum með arðgreiðslum upp á 100 milljarða.

Það er sorglegt að ráðamenn tali fyrir því að setja þurfi hömlur á launafólk þannig að Það geti ekki sótt sér aukna hlutdeild í hagnaði fyrirtækja, en þær hömlur munu ekki gera neitt annað en að auka hagnað og arðgreiðslur til fyrirtækja og eigenda á kostnað launafólks,

segir Vilhjálmur og bætir við að lokum:

Með öðrum orðum aukið á misskipingu, óréttlæti og ójöfnuð í íslensku samfélagi. Vilja menn það virkilega?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið

Skipta út bankaráði Landsbankans í heild sinni eftir TM-hneykslið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir

Ásakanir um lýðskrum og óráðsíu gengu á víxl á fundi borgarstjórnar og spurt hvort enginn viti hversu margir milljarðar eru farnir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti

Bjarkey ráðherra í fyrsta skipti