fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Blaðamaður Morgunblaðsins spyr: „Á ég að viðra á mér píkuna niður Laugaveginn? Í alvöru“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 14. mars 2017 12:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Ásgeirsdóttir blaðamaður á Morgunblaðinu gagnrýnir átakið Völvan harðlega í pistli sem hún skrifar í Morgunblaðið í dag og spyr Ásdís hvort sumt megi ekki áfram vera einkamál fólks. Líkt og DV greindi fyrst frá um miðjan febrúar þá fengu ungar konur, Inga Björk Bjarnadóttir, sem skipaði annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og Ingigerður Bjarndís Ágústsdóttir, styrk upp á 300 þúsund krónur frá Reykjavíkurborg fyrir verkefnið Völvan, vitundarvakning um málefni píkunnar.

Inga Björk Bjarnadóttir er ein þeirra sem vill vitundarvakningu um málefni píkunnar.

Þær kynntu svo verkefnið í lok síðustu viku og sögðu að þeim fyndist vanta opinskáa umræðu um píkuna og telja að fræðsla í skólum sé takmörkuð. Verkefnið snýr líka að líkamsvirðingu, kynferðisofbeldi, getnaðarvörnum, kynlífi, sjálfsfróun og barneignum. Gefið hefur verið út myndband vegna verkefnisins, þar sem konur ræða um píkuna sína.

„Ekki gott myndefni“

Í pistli sínum í Morgunblaðinu í dag rifjar Ásdís atvik frá því hún var 25 ára þegar hún hitti gamlar vinkonur úr menntaskóla yfir kökum og kaffi. Þá ákvað ein úr hópnum að deila með vinkonum sínum sögum af fæðingu frumburðarins og dró hún fram myndaalbúm sem var stútfullt af myndum frá fæðingardeildinni:

Það er ekki óalgengt að sýna myndir af nýfæddu barni en í þessu albúmi var hins vegar búið að skrásetja alla fæðinguna með mjög svo nærgöngulum myndum, teknar beint upp í … já, þið giskuðuð, píkuna.

Skemmst er frá því að segja að ég frestaði barneignum um heilan áratug. Hvað sem hver segir, þá er þetta ekki gott myndefni,

Frá brjóstabyltingunnar svokölluðu sumarið 2015. Mynd/DV

segir Ásdís. Hún tengir þetta við #Freethenipple herferðina sem gekk út á að frelsa geirvörtuna, margir tóku þátt í því átaki, þar á meðal núverandi umhverfisráðherra. Nú megi ekki lengur líta á brjóst sem kynörvandi líkamshluta:

„Sem ég skil ekki, hvernig á að banna fólki að finnast brjóst kynæsandi? En sjálfsagt skilaði herferðin miklu og ég er bara orðin miðaldra nöldrandi kona sem skilur ekki allt. „

Bíður bara eftir skrúðgöngunni

Myndband Völvunnar sem kom út um helgina hefur vakið athygli.

Ásdís segist alla vega  alls ekki skilja Völvuna, sem hún segir að eigi að frelsa píkuna líka með vitundarvakningu um málefni píkunnar:

„Málefni píkunnar? Er hún nú allt í einu komin með fullt af málefnum á dagskrá? Mín bara hefur enga sjálfstæðar skoðanir, hvað þá málefni. Ég gæti þó reynt að spyrja hana í kvöld. Hvað henni finnist. Til dæmis hvað hún vill heita. Vill hún láta kalla sig píku, buddu, pjöllu eða tussu?,“

spyr Ásdís. Hún segir að vissulega megi ræða þessa hluti, sérstaklega í skólum:

Nú hafa þær gert myndbönd og er það fyrsta komið í loftið. Ég veit ekki með ykkur, en mig langar ekkert að hlusta á fólk ræða um fullnægingar sínar, blæðingar, sjálfsfróun og útlit píka. Af hverju má sumt bara ekki vera prívat? Er ekkert heilagt lengur? Þarf að tala um alla skapa-barma-ða hluti? Eigum við ekki bara næst að frelsa punginn? Hann er jú niðurnjörvarður og ófrjáls flesta daga.

Ég bíð bara eftir skrúðgöngunni. Konur sameinast og ganga berar að neðan niður Laugaveginn. (Kannski ráð að fresta þessu til sumars svo við fáum ekki allar blöðrubólgu.) En ég veit ekki. Á ég að viðra á mér píkuna niður Laugaveginn? Í alvöru. Vill það einhver?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“