fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur svarar „bulli“ Össurar: Þetta hlýtur að teljast síðasta sort

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. mars 2017 17:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

„Nú skjóta ýmsir gamlir kunningjar upp kollinum sem tilkallaðir eða óumbeðnir álitsgjafar. Þeirra á meðal Össur Skarphéðinsson. Enginn stjórnmálamaður hefur (a.m.k. á seinni áratugum) skilið eftir sig aðra eins slóð af ævintýralegum rangfærslum.“

Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook þar sem hann birtir svar við ummælum Össurar frá því fyrr í dag þar sem sá síðarnefndi sakaði Sigmund meðal annars um að hafa gefið kröfuhöfum mikinn afslátt í stjórnartíð sinni. Sigmundur segist löngu hættur að eyða tíma í að leiðrétta málflutning fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar.

Þetta vita flestir. Fyrir vikið eru nokkur ár síðan ég hætti að eyða tíma í að leiðrétta manninn.
En nú hefur hann slegið röð fyrri meta í bulli (svo ég noti nú kurteisislegt orð yfir þau ósannindi sem Össur hefur stuðst við í gegnum tíðina).

„Ég set svo sem ekki út á að Össur reyni að verja eftirgjöf núverandi ríkisstjórnar gagnvart vogunarsjóðunum. Þar er hann þó bara að fylgja stefnu sem hann hefur fylgt frá því hann reyndi að fá almenning til að borga skuldir fallinna einkabanka,“ segir Sigmundur.

Það er hins vegar óhemju ósvífið og vitlaust að reyna að gera það með því að endurtaka lygasögu sem þessi sami Össur reyndi að dreifa fyrir nokkru, með takmörkuðum árangri. Sögu um 450 milljarða afslátt af stöðugleikaskatti (ath. það er önnur lygasaga en 300 milljarða sagan hans).

Reyndar virðist Össur ekki alveg muna eigin skáldskap því nú talar hann um að settur hafi verið á útgönguskattur og svo allt í einu gefinn afsláttur af honum með stöðugleikaframlögum.

„Það var ekki settur á útgönguskattur. Um margra ára skeið höfðu vogunarsjóðirnir þráð að komast út en höfðu þó haft það nokkuð gott á íslenskum vöxtum,“ segir Sigmundur Davíð. „Þess vegna voru sett fram stöðugleikaskilyrði sem þeir þyrftu að uppfylla til að komast út. Að öðrum kosti yrði lagður stöðugleikaskattur á slitabúin. Frá upphafi hélst þetta í hendur.“

Hann segir stöðugleikaskilyrðin hafa verið búin þeim kosti að laga sig að efnahagsþróun. Þess vegna sé nú útlit fyrir því að stöðugleikaframlögin muni koma betur út fyrir ríkið en stöðugleikaskattur hefði gert.

Þrátt fyrir að Össur hafi sett mörg met í vísvitandi rangfærslum hlýtur þetta að teljast síðasta sort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG