fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

„Hvað er 20 milljarða afsláttur á milli vina?“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 13. mars 2017 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/DV

Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir að samningar við aflandskrónueigendur sem greint var frá um helgina geti skýr hvers vegna Viðreisn og Björt framtíð vildu ekki mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokknum eftir síðustu kosningar. Margir hafa sett spurningamerki við gengið sem vogunarsjóðirnir fengu til að kaupa erlendan gjaldeyri, en miðað var við 137,5 krónur á evru en í fyrra var þeim boðið að taka þátt í útboði sem hljóðaði upp á 190 krónur á evru.

Sagði Sigurður Hannesson fyrrverandi varaformaður framkvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta að í raun væri verið að verðlauna þá vogunarsjóði sem tóku ekki þátt í útboði Seðlabankans í fyrrasumar:

„Þeir sem ákváðu að spila ekki eft­ir regl­un­um bættu í raun stöðu sína. Af út­reikn­ing­um mín­um í fljótu bragði sýn­ist mér þess­ir sjóðir hafa hagn­ast um 21 millj­arð á því að bíða, með því að taka ekki þátt í útboðinu í júní,“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Mynd: Sigtryggur Ari

sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið.

Rétti tíminn til að létta höftum

Haft var eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að nú væri kjöraðstæður til að afnema fjármagnshöftin:

„Við höfum séð töluvert mikla styrkingu á gengi krónunnar á undanförnum misserum. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er mjög sterkur þannig að efnahagslegur styrkur okkar til þess að stíga skref af þessum toga er alveg óumdeildur,“

sagði Bjarni.

„Vissu þeir kannski að þennan afslátt til Vogunarsjóðanna, hefðu Framsóknarmenn aldrei samþykkt?“

Elsa Lára veltir fyrir sér á Fésbók hvers vegna Framsóknarflokknum var ekki boðið að stjórnarmyndunarborðinu með Viðreisn og Bjartri framtíð:

Þessir aðilar vissu vel hver afstaða Framsóknarmanna var til málsins, hvaða aðgerðum var unnið að á síðasta kjörtímabili og átti að standa við. Erum við kannski komin með skýringuna á því af hverju Björt framtíð og Viðreisn vildu ekki vinna með Framsókn. Vissu þeir kannski að þennan afslátt til Vogunarsjóðanna, hefðu Framsóknarmenn aldrei samþykkt?

Birkir Jón Jónsson bæjarfultrúi og fyrrverandi varaformaður Framsóknarflokksins.

spyr Elsa Lára. Birkir Jón Jónsson bæjarfulltrúi flokksins í Kópavogi og fyrrverandi þingmaður  og varaformaður Framsóknarflokksins tekur í sama streng og Elsa Lára og segir:

„Vogunarsjóðirnir fá mun betri afgreiðslu hjá núverandi ríkisstjórn heldur en þeirri fyrri. En hvað er 20 milljarða afsláttur á milli vina? Minni á að niðurskurður í samgöngumálum sem allt ætlar vitlaust að gera er um 10 milljarðar. Af hverju setja fjölmiðlar þessa hluti ekki í samhengi?,“

spyr Birkir Jón og bætir við:

Núverandi ríkisstjórn inniheldur flokka sem vildu samþykkja ICESAVE – frá degi eitt – og börðust sérstaklega fyrir því. Við þingmenn sem vorum andsnúnir fengum viðurnefnið populistar og lýðskrumarar. Það var þá. Þessi afgreiðsla mála ætti því ekki að koma neinum á óvart. Ég er mjög ósáttur – en þetta kaus fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“