fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Heimshöfin hlýna 13% hraðar en áður var haldið og fer vaxandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 13. mars 2017 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsóknir sem gerð hefur verð á hraða hlýnunar hafsins sýnir svart á hvítu þróun hitastigs þess undanfarin 56 ár, frá 1960 til 2015. Niðurstöður rannsóknarinnar renna stöðum undir þær kenningar vísindamanna um ábyrgð manna á hlýnun jarðar og hve mikil áhrif mengun hefur haft á hitastig sjávar. Rannsóknin var birt í ritrýnda tímaritinu Science Advances og skrifar einn meðhöfunda hennar, John Abraham grein á vefsíðu breska dagblaðsins Guardian í tilefni útgáfu hennar.

Ný tækni breytir miklu

Frá því árið 2005 hefur nýrri tækni verið beitt til að mæla hitastig hafsins. Hún nefndist Argo baujukerfið. Nú eru um 3500 slíkar baujur um öll heimsins höf. Þær sökkva og rísa sjálfvirkt og mæla hitastig allt niður á 2 kílómetra dýpi. Þegar þær koma á yfirborðið senda þær gögnin gegnum gervihnetti til vísindamanna sem greina þau. Þökk sé þessari tækni er hægt að fylgjast með hitastiginu á afar nákvæman hátt.

Áður fyrr var hitastig sjávar einkum mælt við fjölförnustu siglingaleiðir með ófullkominni tækni. Vísindamenn hafa lengi glímt við gögnin úr slíkum mælingum og reynt að lesa út úr þeim þróun mála. Það er einmitt það sem tekist hefur að gera með þessari nýju rannsókn en þar var nýrri aðferðarfræði beitt. Gömul gögn voru stemmd af með það að leiðarljósi að losna við skekkjur sem vitað var um. Vísindamenn tengdu saman eldri mælingar við niðurstöður sem fengnar voru með þróuðum tölvulíkönum. Í þriðja lagi víkkuðu þeir út mælingargögn svo þau tækju til stærri svæða í kringum mælanna. Að lokum voru gögn frá nýlegum og vel rökstuddum hitamælingum notuð til að sýna fram á að aðferðarfræðin virki vel.

Hlýnun eykst hröðum skrefum

Mynd/Getty images

Þessari aðferðarfræði var beitt allt aftur til 1960 og leiðir þessi greining í ljós að hraðið hnattrænnar hlýnunar hefur aukist hratt á undanförnum 60 árum. Ein helsta rannsóknarinnar er að hlýnun eykst 13% hraðar en áður var talið og eykst enn. Hraði hlýnunar frá 1992 er tvöfalt meiri en hraðinn var milli 1960 og 1992. Frá 1990 hefur hlýnunin teygt sig niður á meira en 700 metra dýpi sem þekktist ekki áður.

Aukningin sem hefur orðið undanfarna áratugi, einkum frá 1980, á koltvísýringsmengun nemur um 40% frá árinu 1960. Þetta bindur hita inni í vistkerfi jarðarinnar og eykur hlýnun plánetunnar allrar.

Vísindamönnum er mikið í mun að finna út hve hratt jörðin er að hlýna og hvernig þróunin verður á næstum árum og áratugum. Þetta er nauðsynlegt til að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir um aðgerðir til að berjast gegn þessu. Talið er að um 90% hlýnunarinnar endi í hafinu og því er gríðarlega mikilvægt að mæla þróun hitastigs sjávar nákvæmlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus