fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Benedikt: Við misstum af tækifærinu – Gunnar Bragi: Er Benedikt með tengsl við hrægammasjóðina?

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 13. mars 2017 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett mynf/Sigtryggur Ari

„Það er nú þannig að sumir vilja telfla aftur skákir þar sem að þeim urðu á fingurbrjótar. Það er bara þannig að aðstæður eru bara aðrar núna heldur en þegar það var samið síðast. Gengi krónunnar hefur styrkts mjög mikið, var rétt um 140 krónur evran síðast þegar það var samið við aflandskrónueigendur, nú er krónan tæpar 115 krónur og fór ennþá neðar, þannig að eftir því sem að gengi krónunnar styrkist þá veikist okkar samningsstaða í þessu.“

Þetta sagði Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra í útvarpsþættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands hafa fengið mikla gagnrýni vegna samninga við eigendur aflandskróna sem greint var frá í gær, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra í gær að planið hafi gengið upp hjá vogunarsjóðunum og því hafi þeir fengið betra verð, 137,5 krónur á evruna í stað 190. Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins tók undir með Sigmundi og setur spurningamerki við hvort fjármálaráðherra hafi einhver tengsl við vogunarsjóðina:

Nú er spurning hvort nýr fjármálaráðherra hafa einhver tengsl við hrægammasjóðina eða hvort ríkisstjórnina skorti almennt kjark? Fjármálaráðherra þarf að standa þjóðinni skil á því hvers vegna hann krýpur við hreiður hrægamma,

sagði Gunnar Bragi. Benedikt segir að menn hafi misst af tækifærinu sem gafst síðasta sumar:

Margir telja að þeir hefðu getað náð lunganum af þessum aflandskrónum ef við hefðum boðið aðeins betur, 165, 170 krónur, þá hefði verið hægt að ljúka dæminu í fyrrasumar, en menn ákváðu að gera það ekki því að þá væri gert alltof vel við aflandskrónueigendur á þeim tíma. Nú sjá menn að við hefðum grætt mjög mikið að gera þetta þá, en það þýðir ekkert að hugsa alltof mikið um það. Menn misstu af því tækifæri og við verðum að spila úr spilunum sem við höfum á hendi núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra

Um átta af hverjum tíu óánægð með að Bjarni hafi sest í stól forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir