fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Sigurður hættir sem stjórnarformaður Icelandair Group

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 27. febrúar 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Helgason. Mynd/DV

Sigurður Helgason stjórnarformaður Icelandair Group sækist ekki eftir endurkjöri á aðalfundi flugfélagsins 3. mars næstkomandi. Hann staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í dag, en Sigurður hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2009. Þar áður var hann forstjóri Icelandair Group en hann hefur starfað þar í 43 ár.

Hann segir síðustu tvö ár hafa verið þau bestu í sögu félagsins og skilur hann sáttur. Hann hefur ekki áhyggjur af samkeppninni og segir Icelandair vel í stakk búið að takast á við hana. Félagið hefur pantað sextán nýjar flugvélar frá flugvélaframleiðandanum Boeing og samið hefur verið um kauprétt á átta vélum til viðbótar.

Tommi í Hamborgarabúllunni býður sig fram til stjórnarsetu

Sex bjóða sig fram í fimm manna stjórn Icelandair Group, í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun kemur fram að Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir, og Úlfar Steindórsson bjóða sig fram, en þau eiga öll sæti í stjórninni. Georg Lúðvíksson stofnandi og forstjóri Meniga, Ómar Benediktsson framkvæmdastjóri Farice og Tómas A. Tómasson, best þekktur sem Tommi í Hamborgarabúllunni, bjóða sig einnig fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna