fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Ritstjóri, fyrrum þingmaður og ráðherra varar við uppgangi fasisma í vestrænum ríkjum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri og fyrrum þingmaður og ráðherra.

Björgvin G. Sigurðsson ritstjóri og fyrrum alþingismaður Samfylkingar og viðskiptaráðherra skrifar harðorðan leiðara í nýjasta tölublaði héraðsfréttablaðsins Suðra sem kom út í dag. Björgvin er ritstjóri blaðsins.

Leiðarinn ber titilinn „Trump og tónarnir frá þriðja ríkinu.“

Þar skrifar Björgvin:

Framrás popúlískra rasistaflokka í kjölfar kreppu og vantrausts á hefðbundnum stjórnmálum hófsemi, mannúðar og lýðræðis er sláandi. Flestir hefðu talið óhugsandi fyrir nokkrum mánuðum að maður með málflutning og framgöngu Donalds Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna eða að meirihluti kjósenda í Bretlandi kysi með úrgöngu úr ESB, eftir lengsta samfellda skeið hagsældar og friðar í álfunni.

Björgvin segir hægri popúlistana ala á tortryggni og andúð á því óþekkta og útlenda með þeim afleiðingum að kunnulegur ómur frá þriðja ríkis nasista kveði við víða um lönd.

Þetta eru andstyggileg stjórnmál sem ganga út á fordóma gangvart tilteknum hópum trúarbragða og kynþátta sem eru brennimerktir óvinir ríkisins og fasísk fordæming á þeim réttlætt með ýmsum hætti. Það er hættulegt lýðræði og frjálslyndum stjórnmálum samvinnu og mannúðar að taka þessari þróun af léttúð eða umburðarlyndi.

Seinni hluti leiðarans er eftirfarandi:

Trump og tónarnir frá tímabili fasista eru óhugnanlegir og margir eru slegnir óhug yfir stöðu mála og þeim hraða sem er á þróuninni. Vonandi stöðva franskir kjósendur Marine Le Pen í forsetakosningunum í vor og kjósendur annarra ríkja álfunnar aðra sambærilega skrumara sem grafa undan mannúð, mildi og samúð með lítilmagnanum. Sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir öfluga og samhenta flokka sem grundvallast á jöfnuði og félagslegri velferð. Slíkir eiga hinsvegar undir högg að sækja, heima og heiman, eru víða sundraðir og úrræðalausir gangvart óreiðu stjórnmála samtímans. Vonandi verður viðsnúningur á og hófsamir og frjálslyndir flokkar nái vopnum sínum og völdum sem víðast. Hinsvegar er nauðsynlegt að taka þróunina grafalvarlega. Því ber flokkum og fylkingum sem kenna sig við gildi umburðarlyndis, lýðræðis og mannúðar að taka höndum saman. Stilla saman strengi og ganga samstilltir fram gegn öfgum og óhugnaði ný-fasista af hvaða tagi sem er.

Björgvin G. Sigurðsson var þingmaður Samfylkingar 2003 til 2003 og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur 2007 til 2009.

Héraðsfréttablaðið Suðri er gefið út af Vefpressunni. Nýjasta tölublaðið má lesa á netinu með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega