fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Lilja segir ráðherra hrekjast í sjómannadeilunni

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins. Mynd: Sigtryggur Ari.

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins vill kalla Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og að hún geri grein fyrir þjóðhagslegum kostnaði af verkfalli sjómanna og hvaða almennu aðgerðir hún hugi að. Lilja sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að það líti út fyrir að það hafi skort undirbúning af hálfu stjórnvalda:

Nú hefur sjómannaverkfallið staðið yfir í rúmar átta vikur og ég kom með fyrirspurn inn á þing nú 31. janúar þar sem ég beindi fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem ég spurði hvort búið væri að meta hin þjóðhagslegu áhrif af verkfallinu, og það var ekki búið að gera það 31. janúar en í kjölfarið fer ráðuneytið í það að meta og birti skýrslu þess efnis núna á föstudaginn. Ég auðvitað fagna því en ég hefði talið að þetta hafi þurft að vera algjört forgangsmál hjá nýjum ráðherra að fara í það að meta áhrifin og hvernig ætti hugsanlega að koma inn í deiluna ef á þyrfti að halda vegna þess að þetta er algjör grunnatvinnuvegur þjóðarinnar,

sagði Lilja. Það sé alltaf matsatriði hvenær stjórnvöld eigi að grípa inn í kjaradeilu af þessu tagi, meta þarf hversu mikið þjóðarbúið þarf að tapa og hversu marga erlenda markaði lokað er á:

Ég spurði hana líka 31. janúar hvort það stæði til að liðka fyrir, þá er ég ekki að tala um sértækar aðgerðir eða setja á lög, heldur bara hvernig ætla stjórnvöld að koma að málinu vegna þess að það er þannig að þú þarft að vera tilbúinn vegna þess að þú getur ekki notað næstu vikuna í að huga hvernig þú ætlar að koma að málinu því þá ertu að hrekjast í málinu. Það er það sem búið að gerast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega