Eyjan

Bleikt

Orðið á götunni

Af samherjum

Fimmtudagur 19.apríl 2018
Eyjan

Plastruslið út um allt – og framtakssemi Bjargar

Egill Helgason skrifar
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 12:58

Frægt slagorð í sögu Reykjavíkur hljómaði svona: Hrein torg, fögur borg.

Það var farið í mikið átak til að hreinsa borgina, ruslatunnur voru settar upp víðsvegar á almananafæri, börnum var stranglega innrætt að henda ekki rusli. Mig minnir að þetta hafi dugað vel og lengi, ástandið í hreinlætismálum í borginni batnaði verulega. En gæti verið að það hafi versnað aftur?

Ég tók myndina hérna að neðan í skoti aftan við Skólavörðustíginn. Draslaragangurinn þar, og víðar í borginni, er nokkuð yfirgengilegur, vægast sagt. Þarna ægir öllu saman, pappír utan af skyndibita, drykkjarfernum, en sérlega áberandi eru plastflöskur og plastglös sem eru notuð undir áfenga drykki eftir lokun skemmtistaða.

 

 

Ég ætlaði að setja myndina hérna inn og láta mér nægja að tuða. En svo sá ég fréttirnar um hana Björgu sem fer með hópi fólks að tína upp drasl í fjörum í Laugarnesi. Þar er náttúrlega bölvað plastið út um allt, eins og alls staðar í lífríkinu. Ofnotkun plasts í veröldinni er tilræði við lífríkið. Það er ekki nóg að banna bara plastpoka, því plastið er notað utan um alla mögulega hluti. Ég skrifaði smá pistil um það fyrr á árinu.

En punkturinn er semsagt, það er ekki nóg að rövla bara á internetinu. Það er of auðvelt, og við gerum þegar of mikið af  því. Við þurfum semsagt að fara út sjálf og taka á vandanum í umhverfi okkar – yfirvöldin munu ekki alltaf gera þetta fyrir okkur, hvort sem þau heita ríki eða borg eða eitthvað annað. En fyrst og fremst þarf náttúrlega hugarfarsbreytingu.

 

Hér er svo mynd úr Hreinsunargöngunni fyrir hafið sem Björg Fríður Elíasdóttir efndi til um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af