fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Jafnlaunavottunin er í stjórnarsáttmálanum – en þarf atbeina stjórnarandstöðunnar til að koma málinu í gegn?

Egill Helgason
Mánudaginn 13. febrúar 2017 22:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar stendur beinum orðum.

Jafnrétti í víðtækri merkingu er órjúfanlegur þáttur í réttlátu og sanngjörnu samfélagi. Þar vegur jafnrétti á vinnumarkaði þungt. Í því skyni að sporna við launamisrétti af völdum kynferðis verði áskilið að fyrirtæki með 25 starfsmenn eða fleiri taki upp árlega jafnlaunavottun.

Það er semsagt skýrt kveðið á um jafnlaunavottun. Þetta var líka mál sem Viðreisn setti á oddinn á fyrstu dögum ríkisstjórnarinnar þannig að um það voru engin tvímæli.

Nú koma hins vegar fram þingmenn Sjálfstæðisflokks hver á fætur öðrum og lýsa yfir andstöðu við þetta. Óli Björn Kárason segist ekki geta stutt þetta, Brynjar Níelsson segir að þetta sé „bara einhver vitleysa“, sjálfur dómsmálaráðherrann, Sigríður Andersen, segist hafa efasemdir um kynbundin launamun á vinnumarkaði.

Það er semsagt ljóst að ekki er meirihluti fyrir frumvarpi sem væntanlega verður lagt fram um jafnlaunavottun af Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra nema stjórnarandstaðan hlaupi undir bagga eða sitji hjá. Líklegt er reyndar að stór hluti hennar myndi gera það, en þetta var kannski ekki alveg hugmyndin þegar klausan um jafnlaunavottunina var sett í stjórnarsáttmálann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega