fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Óttarr Proppé sker upp herör gegn rafsígarettum: Verði flokkaðar eins og tóbak

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur lagt fram til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir, með síðari breytingum, sem áformað er að leggja fram á núverandi þingi.

Með drögum að frumvarpinu verða settar reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafsígarettum. Enn fremur verður hluti 20. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2014/40/ESB innleiddur, en ákvæðið fjallar um rafsígarettur.
Sömu reglur gildi um sölu, markaðssetningu og takmarkanir á neyslu á rafsígarettum og gilda um tóbak.

Í drögum að frumvarpinu felst fyrst og fremst að settar verði reglur sem takmarka heimildir til að neyta rafsígarettna. Með frumvarpinu er lagt til að sambærilegar reglur gildi um neyslu rafsígarettna og gilda um neyslu tóbaks, þ.e. óheimilt verður að neyta rafsígarettna í þjónusturýmum stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram, þ.m.t. í íþrótta- og tómstundastarfi. Óheimilt verður að neyta rafsígarettna í skólum, á opinberum samkomum, á heilsugæslustöðum og heilbrigðisstofnunum. Sömu undantekningar verða gerðar og gilda varðandi tóbak.

Lagt er til í drögum að frumvarpinu að sömu aldurstakmörk gildi varðandi kaup á rafsígarettum og áfyllingarílátum og gilda um tóbak. Sama gildir um heimildir til að selja rafsígarettur og áfyllingarílát.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu