Eyjan

Kafteinn Pírata andvaka: Segir þjóðernishreinsanir hafnar í Bandaríkjunum

Ritstjórn Eyjunnar skrifar
Laugardaginn 11. febrúar 2017 21:41
Birgitta Jónsdóttir.

Birgitta Jónsdóttir alþingiskona og kafteinn Pírata lá andvaka í gærkvöldi, föstudagskvöld, vegna angistar. Ástæðurnar eru margar.

Meðal annars segir hún að hafnar séu þjóðernishreinsanir í Bandaríkjunum. Birgitta segir ótta og andúð ríða röftum og spyr hvað sé til ráða?

Birgitta lýsir þessu á færslu á Facebook-síðu sinni í dag:

Í gær gat ég ekki sofnað vegna þess að ég fór á twitter áður en ég fór að sofa og sá að þjóðernishreinsanir eru hafnar í Bandaríkjunum. Ég hef líka verulegar áhyggjur af hlýnun jarðar og því kerfisbundna ótréttlæti sem er svo rótgróið í samfélagsvitundunni að það virðist vera sem að ekkert sé hægt að gera til að breyta því.

Síðan bætir Birgitta við:

Við höfðum raunverulegt tækifæri til að breyta þessu í kjölfar hrunsins en því miður þá er allt of auðvelt að afvegaleiða fólk með tómhyggju og innantómum frösum um stöðugleika óréttlætisins.

Nú í kvöld, laugardagskvöld, höfðu tæplega 300 manns sett „líkar við“ undir færslu kafteins Pírata og fjölmargir lagt til athugasemdir. Færslan fer í heild hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af