fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Tilgangslausar framkvæmdir

Egill Helgason
Þriðjudaginn 27. janúar 2015 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keyrði Grensásveginn áðan, þann hluta sem á að fara að breyta. Á þessum hluta vegarins er fjarska rúmgott fyrir alla, bíla, gangandi vegfarendur, hjól.

Maður sér varla að neinu þurfi að breyta – hvað þá kosta til miklu fé.

Sporin frá Hofsvallagötunni hræða. Í raun var aldrei sérstök þörf á að gera svo miklar breytingar á þeirri götu. Hún var eiginlega alveg ágæt – nú er til dæmis mun óþægilegra að aka af henni inn á Hringbrautina.

Þarna er svolítið eins og farið sé í framkvæmdir bara til að gera eitthvað (jú og þá man maður eftir hinum tilgangslausa reiðhjólastíg sem hefur verið lagður niður Frakkastíginn, en bara frá Skólavörðuholtinu niður að Njálsgötu).

Alveg er ég viss um að það er fullt af verkefnum sem eru brýnni en þessi.

Ég tek fram að hef þá bjargföstu skoðun að bílar, götur og bílastæði taka alltof mikið pláss í borgarlandinu. En í þessu máli hefur Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi nokkuð til síns máls þegar hann segir:

Fækk­un ak­reina og þreng­ing­ar á tveim­ur göt­um, Grens­ás­vegi og Háa­leit­is­braut, mun kosta borg­ar­búa 205 millj­ón­ir króna. Á sama tíma standa marg­ir tón­list­ar­skól­ar í Reykja­vík frammi fyr­ir gjaldþroti en borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans finna enga pen­inga í sjóðum borg­ar­inn­ar til að tryggja fram­boð á tón­list­ar­námi svo dæmi sé tekið um verk­efni sem ætti frek­ar að hafa for­gang. Önnur lög­mál virðast gilda um til­gangs­laus­ar þreng­ing­ar á gatna­kerf­inu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins