Eyjan

Bleikt

Orðið á götunni

Fimmtudagsfríin færð

Sunnudagur 22.apríl 2018
Eyjan

Glæsilegt hjá Sinfó

Egill Helgason skrifar
Laugardaginn 23. ágúst 2014 10:55

Það er stór atburður að íslensk sinfóníuhljómsveit skuli spila á Proms í London og vera ákaft fagnað.

Proms er hugsanlega stærsta klassíska tónlistarhátíð heims og hún fer fram í stórum sal í hinu sögufræga húsi, Royal Albert Hall. Gestirnir eru upp til hópa fólk sem er vel að sér um tónlist.

Sjálfur hef ég séð risa á tónlistarsviðinu á Proms: Berlínarfílharmóníuna, Bostonsinfóníuna.

Einhvern veginn hefur manni þótt ólíklegt að íslensk hljómsveit gæti komist á þenna pall, en hún gerði það og leysti verkið með miklum sóma.

Í þessu sambandi er rétt að minna á grundvöll hins blómlega tónlistarlífs á Íslandi. Það eru tónlistarskólar sem starfa um allt land – þetta er kerfi sem er til fyrirmyndar. Það er algengt að fjölskyldur sem eru flytja búferlum á Íslandi hugi að því hvort sé tónlistarskóli í plássinu þangað sem þær hyggjast fara. Þannig er tónlist lífsgæði á Íslandi.

Við höfum líka eignast tónlistarhús sem er á heimsmælikvarða og það er að nýtast okkur afskaplega vel. Um helgina er að spila þar ein stærsta hljómsveit Norður-Ameríku, Torontosinfónían, og svo hefst tónleikaár Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. september. Hér má sjá dagskrána – það er sniðugt að kaupa kort á fleiri en eina tónleika.

760431

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af