Eyjan

Bleikt

Orðið á götunni

Fimmtudagsfríin færð

Sunnudagur 22.apríl 2018
Eyjan

Tryggvi eða Tryggvi – falsað eða ófalsað?

Egill Helgason skrifar
Laugardaginn 12. júlí 2014 15:46

Þetta er eiginlega alveg kostulegt, en það er svona þegar menn sjást ekki fyrir í heiftinni og lönguninni til að klekkja á þeim þeir telja óvini sína.

Sjálfur hef ég fengið mörg bréf frá manni sem nefnist Tryggvi Gunnarsson. Hann hefur mjög eindregnar skoðanir. Ég veit ekkert hvaða maður þetta er, ég veit ekki einu sinni hvort hann er raunverulegur og ég hef aldrei lesið bréfin sérlega vel.

En aldrei hefur mér dottið í hug að þarna skrifi hinn grandvari embættismaður, umboðsmaður Alþingis – sem líka heitir Tryggvi Gunnarsson. Ég hef aldrei tengt þetta saman eða látið mér til hugar koma að bréfritarinn Tryggvi væri að þykjast vera Tryggvi umboðsmaður.

En þessu slær saman í höfði ritstjóra Morgunblaðsins sem skrifar stóryrt Reykjavíkurbréf þar sem hann húðskammar Tryggva, umboðsmann Alþingis, fyrir skrif Tryggva, sem er ekki umboðsmaður Alþingis.

Nú er því haldið fram á Mbl.is að bréfið sé fölsun. Af reynslu minni af Tryggva Gunnarssyni bréfritara bendir ekkert til þess. Ég er meira að segja með umrætt bréf í pósthólfinu mínu. Það er dagsett 30. janúar 2014, sent úr póstfanginu tryg49@hotmail.com, í því kemur ekkert fram sem gefur tilefni til að ætla Tryggvi umboðsmaður hafi skrifað bréfið, nema það er einfaldlega undirritað Tryggvi Gunnarsson, en ekkert starfsheiti fylgir.

Í endursögn RÚV hljómar þetta svona, þar er stofnunin meira að segja sökuð um að hylma yfir með þessum meintu bréfaskriftum umboðsmannsins:

Höfundur Reykjavíkurbréfs segir að margt sé athyglisvert í bréfinu, þar á meðal hvernig Umboðsmaður Alþingis tali til forseta Íslands og hve stóryrtir dómar falli um þá sem andvígir voru Icesave-samningnum. Hann segir einnig augljóst að annar af tveimur aðalmönnum Rannsóknarnefndar Alþingis hafi ekki sefjast af söngnum um að yfirlýsing fyrrverandi seðlabankastjóra um að skattgreiðendur ættu ekki að axla ábyrgð á skuldum óreiðumanna hafi eitthvað með notkun hryðjuverkalagabálks Breta að gera. Ritari Reykjavíkurbréfs klikkir svo út á því að spyrja hvort það hafi dugað samferðamönnum á RÚV og 365 til að smeygja því sem hann kallar fróðlegu bréfi „eins æðsta og friðhelgasta embættismanns landsins undir sessuna.“

c47af65e80-300x218_o

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, en ekki Tryggvi Gunnarsson bréfritari. Við vitum ekki hvernig hann lítur út.

Viðbót, kl.16.06.

Mbl-fréttinni hefur verið breytt þannig að ekki er lengur sagt að bréfið sé falsað, heldur að það sé eftir annan Tryggva Gunnarsson:

 

10317818_10204458771769785_7875589030723456374_o

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af