fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Hið stranga útlitsyfirvald

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. mars 2014 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum í heimi þar sem blekkingar virka eins og veruleikinn og það er ekki alltaf hollt.

Til dæmis ganga um internetið með reglulegu millibili myndasyrpur af frægum konum sem er ekki búið að fótósjoppa í drep. Yfir þessu hneykslast fólk og gýs þá upp talsverð Þórðargleði.

En ef maður skoðar nánar eru konurnar yfirleitt fallegri, manneskjulegri og viðkunnanlegri á ófótósjoppuðu myndunum.

Hið fótósjoppaða útlit er gelt og staðnað.

jennifer-love-2

Venjulegt fólk er með fitukeppa, ör, hár undir höndum, appelsínuhúð og annað sem fylgir því að vera fullorðin manneskja.

Á sama hátt er þessa dagana send á milli á Facebook mynd af Madonnu þar sem hún er með hár undir höndunum.

7a6b1351adc6004594040c1ba42fd393

Það er afskaplega einkennileg kennisetning að konur þurfi ekki bara að vera rakaðar undir höndum heldur helst á kynfærunum líka. Þetta hófst einhvern tíma á níunda áratugnum – eða hvað? – þegar ég var að komast til þroska voru konur enn með hár undir höndunum og þótti ofureðlilegt.

Og enn eru af svipuðum meiði myndir sem ganga af konum sem eru ómálaðar – til styrktar krabbameinssjúkum. Er það semsagt svo að konur eigi aldrei að sýna sig án farða nema við einhver svoleiðis mjög sérstök tækifæri, þá bara í góðgerðaskyni?

Þarna er við lýði eitthvert útlitsyfirvald – að sumu leyti innbyggt – sem er býsna harðsnúið og ekki gott við að eiga. En sem karl man ég aldrei eftir því að hafa gert þá kröfu til kvenna að þær væru fótósjoppaðar, farðaðar og rakaðar – en ég er líka alinn upp undir lok þess tíma sem var kenndur við hippa og mussur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Í gær

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli