fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Eyjan

Tilgátugripir í tilgátukirkju

Egill Helgason
Sunnudaginn 20. október 2013 11:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef alltaf verið heillaður af hinum stóru miðaldadómkirkjum sem voru reistar úr timbri á Íslandi – í landi þar sem voru engin tré.

Það þurfti semsagt að flytja viðina til Íslands með skipum frá Noregi – það hefur ekki verið neitt smáverk. En þetta sýnir hvað þjóðin var í ágætu samskiptum við umheiminn á þessum tíma, ólíkt því sem síðar varð.

Pétur Gunnarsson lýsir þessu vel í bók sinni Leiðinni til Rómar, svona gerir hann sér í hugarlund efni hafi verið flutt í hina risastóru Klængskirkju sem stóð í Skálholti þar til hún brann 1309 – eftir að eldingu hafði lostið niður í hana. Árið er 1158:

„Timburskipin leita hafnar hjá Eyrarbakka. [..] Stórviðirnir vega hátt í þrjú tonn hver. Það verður að bíða þess að snjórinn jafni út misfellur og harðfenni leggi rennisléttan flöt niður að Hvítá og frostið steypi samfleytt gólf þessa 20 kílómetra sem áin og byggingarefnið eiga samleið. Mannskapur úr Ölfusi og Flóa er kvaddur til með hross til burðar og naut til dráttar. Stóllinn leggur til skaflajárn. Það útheimtir fjögur naut að draga hvern stöpul, þeir eru 25 talsins, það gera eitt hundrað naut og jafn marga menn til taumhalds. Og þetta eru bara stöplarnir. Þegar farmurinn er allur kominn á hross eða aftan í naut og hver gripur með teymandi mann er líkast því að landið sé allt á iði.“

Nú hef ég ekki sérlega sterka skoðun á því hvort rétt sé að byggja svonefnda tilgátukirkju í Skálholti, kirkju sem myndi vera í ætt við miðaldadómkirkju. Ef einhver er til í að borga brúsann er það kannski allt í lagi – að því tilskildu að kirkjan skyggi ekki á nútímakirkjuna sem þar er fyrir. Hún er býsna falleg og sómir sér vel á hæðinni.

Hins vegar velti ég fyrir mér hvað eigi að vera inni í svona kirkju. Í dómkirkjum frá miðöldum voru alls kyns gripir, krossar, líkneski af Jesú, Maríu og dýrlingum – og alls kyns hlutir sem seinna kölluðust „pápískir“.

Það er spurning hvernig menn ætla að fara að því að afla slíkra muna – eða eiga þeir líka að vera „tilgáta“? Þá væntalega framleiddir af nútíma handverksmönnum eftir einhverjum fyrirmyndum.

skalholt01_0

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“