fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Með gamla laginu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 16. nóvember 2011 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein af ráðgátum Íslandssögunnar er hvernig menn fluttu hingað til lands stórviðina sem þurfti til að reisa hinar miklu miðaldakirkjur í Skálholti og á Hólum.

Pétur Gunnarsson gerir þessu góð skil í bók sinni Leiðin til Rómar.

Timbrið kemur á tveimur skipum til landsins á tíma Klængs biskups Þorsteinssonar,  þetta er í kringum 1158 – við Klæng er ein dómkirkjan kennd. Þar þjónaði sjálfur Þorlákur helgi.

„Timburskipin leita hafnar hjá Eyrarbakka.

Hvernig á að koma öllum þessum trjáviði upp vegalaust landið 40 kílómetra leið heim í Skálholt?“

Stórviðirnir vega hátt í þrjú tonn hver. Það verður að bíða þess að snjórinn jafni út misfellur og harðfenni leggi rennisléttan flöt niður að Hvítá og frostið steypi samfleytt gólf þessa 20 kílómetra sem áin og byggingarefnið eiga samleið.

Mannskapur úr Ölfusi og Flóa er kvaddur til með hross til burðar og naut til dráttar. Stóllinn leggur til skaflajárn.

Það útheimtir fjögur naut að draga hvern stöpul, þeir eru 25 talsins, það gera eitt hundrað naut og jafn marga menn til taumhalds. Og þetta eru bara stöplarnir. Þegar farmurinn er allur kominn á hross eða aftan í naut og hver gripur með teymandi mann er líkast því að landið sé allt á iði.“

Nú er uppi hugmynd um að byggja kirkju í miðaldastíl í Skálholti – Þorláksbúð er ekki talin nægja. Það væri kannski skemmtilegt að gera þetta með gamla laginu – það gæti veri saga til næsta bæjar.

Það væri jafnvel gaman að sjá jötnana úr Þorláksbúðarfélaginu spreyta sig við þetta.

En kannski er ekki lengur almennilegur ís á ánum á Suðurlandi?

En Klængskirkja, hún brann 1309 þegar eldingu laust niður í hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins