fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hvernig mótmæli?

Egill Helgason
Föstudaginn 30. september 2011 21:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir, varaformaður forsætisnefndar Alþingis, segir að það komi mótmælum ekkert við að þingsetning skuli vera í fyrramálið en ekki eftir hádegið.

Vefurinn Smugan skýrir frá þessu.

Það skiptir varla öllu máli varðandi mótmæli hvort þingsetningin er klukkan 10 að morgni eða klukkan 2 eftir hádegi. Ef fólk vill mótmæla, þá kemur það. Einhver stærstu mótmælin í Búsáhaldabyltingunni svokallaðri voru um kvöld.

Það er kannski fremur spurning um hvernig mótmælin fara fram. Það er vont ef ár eftir ár kemur til mótmæla þar sem þinghúsið er grýtt. Skilaboðin frá lögreglunni eru líka misvísandi – öðru verður samt ekki trúað en að hún verði á vettvangi til að gæta þess að allt fari friðsamlega fram. Ef marka má bloggarann Úlfar Þormóðsson hefur formaður Sjálfstæðisflokksins séð sig knúinn til að senda flokksmönnum bréf þar sem hann segir að boðað hafi verið til mótmæla á morgun og hvetur til að þau verði friðsamleg.

Annars veit maður ekki hvað úr þessu verður – kannski verður fámennt, kannski bara nokkuð fjölmennt, ég verð að viðurkenna að ég geri mér ekki grein fyrir því – né hver er meginkrafan í mótmælunum. Það sem virðist sitja mest í fólki er að lán skuli hafa verið færð yfir í nýju bankana á miklum afslætti, en bankarnir skuli síðan reyna að innheimta þau fullu verði.

Þetta er það sem veldur mestri reiði – en svo getur ýmislegt annað spilað inn í: Atvinnuleysi, ESB og svo bara almenn reiði og ógeð á stjórnmálunum. Ríkisstjórnin á ekki sæla daga. Kannski verður aðalkrafan barasta að hún fari frá?

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki