Eyjan

Bleikt

Orðið á götunni

Fimmtudagsfríin færð

Miðvikudagur 25.apríl 2018
Eyjan

Aflvana ríkisstjórn

Egill Helgason skrifar
Föstudaginn 30. september 2011 12:46

Ríkisstjórnin er að heykjast á kvótafrumvarpi Jóns Bjarnasonar. Vestfirðingarnir Lilja Rafney úr VG og Ólína úr Samfylkingu eru að setja fram tillögur þar sem eiga að koma í staðinn fyrir frumvarpið.

Fyrir ríkisstjórn er þetta náttúrlega meiriháttar ósigur, að einu stefnumáli hennar sé stefnt í algjört óefni vegna þess að ráðherra lagði fram frumvarp sem flestir telja að sé ónýtt.

Í flestum löndum væri ráðherranum varla sætt lengur í ríkisstjórn. Líklegast er úr þessu að óverulegar breytingar verði gerðar á fiskveiðistjórnuninni.

Annars eru þetta mjög skrítnir dagar í pólitíkinni. Það er ljóst að gömlu valdakerfin í þjóðfélaginu þola þessa ríkisstjórn mjög illa. Það er nánast eins og sé umsátur í kringum hana. Hún á ekki sjö dagana sæla. Það vantar sannfæringarkraftinn í foringjana Jóhönnu og Steingrím – samfélagið skröltir svosem áfram en þau hafa sáralítið afl til að koma stórum málum í gegn. Þau geta ekki einu sinni losað sig við ráðherra sem bakar þeim stöðug vandræði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af