fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Afglapar

Egill Helgason
Föstudaginn 30. september 2011 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að lesa nýja bók Michael Lewis sem nefnist Boomerang: Travels in the New Third World. Hann fjallar mikið um Ísland. Það er ekki beint upplífgandi. Lewis trúir því ekki að Ísland hafi einungis fallið vegna þess að Lehman féll eða vegna þess að einhverjir hafi gert samsæri gegn landinu, nei, hann lýsir íslenskum fjármála- og stjórnmálamönnum sem hreinum afglöpum.

Hann lýsir því hvernig fjármálamennirnir keyptu allt sem þeim var boðið og spurðu aldrei um verð.

Hvernig blásin var upp ein stærsta efnahagsbóla allra tíma þar sem verðbréfamarkaðurinn hækkaði nífalt á stuttu tímabili og menn voru upp til hópa farnir að braska með vaxtamun og gjaldeyri – ekki síst eigendur fiskiskipanna sem höfðu verið meginundirstaða þjóðarbúsins.

Hann sér klíkubræður sem eru svo vissir um eigin stöðu að þeim dettur ekki í hug að þiggja hjálp erlendis frá þótt allt sé að hrynja í kringum þá.

Vitnar í furðulegar ræður forseta Íslands þar sem hann var að velta fyrir sér hvaða eiginleikar gerðu Íslendinga að svo frábærum fjármálamönnum.

Spyr hvers vegna þessi fiskimannaþjóð hafi allt í einu talið sér trú um að hún kynni svo mikið í alþjóðaviðskiptum.

Og hann fer á skrifstofu forsætisráðherra sem er í fullkominni afneintun og hugsar – maðurinn er ekki fífl, en….

Dægileg lesning að sumu leyti, Lewis er leiftrandi penni, en ekki að öllu leyti þægileg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki