fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Bankar eru andfélagsleg skrímsli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. nóvember 2010 22:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum smátt og smátt að læra það á  Íslandi að bankar eru ekki vinir okkar.

Þrátt fyrir að þeir auglýsi eins og þeir séu vinir.

En það er bara lygi. En auglýsingarnar eru vel gerðar.

Bankar eru eigingjörn og andfélagsleg skrímsli  sem hugsa bara um eitt: Efnahagsreikning sinn.

Efnahagsreikningurinn ríkir ofar öllu. Frá því er ekki sagt í auglýsingunum.

Þess vegna borgar sig fyrir þá að halda lífi í sumum og afskrifa skuldir þeirra, helst ef þeir eru nógu stórir – too big to fail.

Og þess vegna er einatt í hag þeirra að hirða allt af litla fólkinu, skuldugum fjölskyldum og smáfyrirtækjum.

Í frægri heimildarmynd sem heitir The Corporation segir að stórfyrirtæki séu síkópatar – að framferði þeirra beri öll merki þess. Bankar eru upp til hópa undir sömu sök seldir, að minnsta kosti þeir bankar sem við höfum lifað með á Íslandi síðasta áratuginn. Eitt einkenni síkópata er algjört skeytingarleysi fyrir náunganum, fyrir því hvort hlutir eru réttir eða rangir, og algjör vanhæfni til að skilja afleiðingar gerða sinna.

Þetta er svosem ekkert sérstakt fyrir Ísland, bankar eru alls staðar svona. En það eru til undantekningar. Fyrr í vetur tók ég viðtal við danskan bankamann sem fékk umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs vegna þess að hann starfaði samkvæmt öðrum og manneskjulegri viðmiðum – málið er að við þurfum nýtt, öðruvísi bankakerfi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“